Langmesta verðmætið.

Gosið í Eyjafjallajökli og öll alþjóðlega umfjöllunin, sem af því hefur sprottið, er ein birtingarmynd þess gríðarlega verðmætis, sem íslensk náttúra felur í sér.

Hingað til lands komu tugir af virtustu fjölmiðlamönnum heims á meðan á gosinu stóð og hafa verið að fylgja því eftir síðandscf0628.jpg

Sem dæmi um fjölbreytnina sem hver staður býður upp á ætla ég að setja hér inn á bloggsíðuna mína mynd af Kverkfjöllum með Herðubreið í baksýn, en myndin sem fylgir fréttinni af greininni í Bild er þaðan.

Eina þjóðin sem virðist eiga erfitt með að skilja þetta erum við sjálf af því að við erum svo vön íslenskri náttúru og í gegnum aldirnar hafa náttúruöfl Íslands verið óvinurinn í huga þjóðarinnar.

Verðmæti íslenskrar náttúru á því miður langt í land með að fá þá viðurkenningu hjá þjóðinni, sem hefur varðveislu hennar á hendi, sem hún á skilið.

Þar er gríðarlega mikið verk óunnið og hugsanlega mun það taka of langan tíma ef bjarga á þeim verðmætum sem sótt er að


mbl.is Fjalla um fegurð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband