Að þekkja sinn vitjunartíma.

Ef Hosni Mubarak hefði nú bara þekkt sinn vitjunartíma og afsalað sér völdum fyrir nokkrum árum eftir að hafa undirbúið vandlega það sem tæki við. Sennilega hefur hann aldrei heyrt talað um að grafreitir heimsins séu fullir af ómissandi fólki.

Ef Davíð Oddsson hefði nú bara þekkt sinn vitjunartíma eftir átta ára setu í valdamesta embætti landsins og alls 17 ára samfellda sigurgöngu í stjórnmálum og byrjað að skrifa þær frábæru bækur, sem hann hefði getað skrifað. 

Stjórnmálaferill hans 1982-1998 hefði orðið einstæðum ljóma vafinn. 

Ef Muhammad Ali hefði nú bara þekkt sinn vitjunartíma eftir þriðja bardagann við Ken Norton 1976 og sleppt því að láta höggharðasta hnefaleikara sögunnar, Earnie Shavers, berja sig jafn mikið og fast og tugir annarra hnefaleikara höfðu gert á undan honum.

Ef Joe Louis hefði bara staðið við yfirlýsingar sínar um að hætta 1947 eftir langlengstu meistaratíð sögunnar og flesta bardagana, þar sem hann hafði varið titil sinn. 

Ef De Gaulle hefði hætt tveimur árum fyrr o. s. frv. o. s. frv....

Sagan geymir óteljandi dæmi um rangt val manna, sem gátu valið um að setja punktinn við glæastan feril og hafið jafnvel annan í staðinn en mátu stöðuna ekki rétt.

En auðvitað er hægara um að tala en í að komast. 


mbl.is Mubarak fékk hjartaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ritskoðun má aldrei í lög leiða"

Ofangreint ákvæði í íslenskum lögum er ekki út í bláinn. Dæmin sýna, bæði hér á landi og erlendis, að ráðrík stjórnvöld vilja gjarna hafa sem mest um það að segja hvað birtist í fjölmiðlum og er nýlegt dæmi frá Ungverjalandi lýsandi um það.

Ekki er síður brýnt að jafnræði á fjölmiðlamarkaði sé tryggt svo að allar skoðanir fái að njóta sín á jafnréttisgrundvelli. 

Þess vegna verður að halda vökunni gagnvart því að fjölmiðlalög verði ekki íþyngjandi fyrir nauðsynlega dreifingu á upplýsingum og skoðunum. Hrunið byggðist að hluta til á því að fjölmiðlar brugðust og eflning þeirra er óhjákvæmilegur hluti þess að endurreisa það og bæta sem þá fór úrskeiðis.

Gallar á fjölmiðlalögum geta verið þess eðlis að þeir jafngildi ritskoðun, bæði beint eins og hugmyndir um sérstaka stofnun og hlutverk hennar hafa sýnt, eða óbeint þar sem mismunun hefur svipuð áhrif.

Vonandi tekst að búa þannig um hnúta í nýjum fjölmiðlalögum að þau stuðli að öflugri og fjölbreyttari fjömiðlun hér á landi. 


mbl.is Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband