Minnir á Vesalingana.

Neðanjarðarborg ólöglegra innflytjenda í loftvarnabyrgi í Moskvu er eitthvert stórkostlegasta dæmið um raunverulega "undirheima" í stórborg í orðsins fyllstu merkingu.

En undirheimalýður svonefndur hefur löngum haft lag á að finna slíka rangala til að leynast í eða fara um og þegar ég ungur las Vesalingana eftir Victor Hugo orkaði sá hluti sögunnar, sem gerðist í skolpræsakerfi Parísar mjög á sterkt ímyndunarafl barnshugans. 

Í Reykjavík hafa lengi verið til skúmaskot þar sem umrenningar og útigöngufólk hefur fundið sér samastað eins og þekkt var þegar verustaður drykkumanns uppgötvaðist í hitaveitustokki. 

Á æskuárum frétti maður af verustaður róna væri í togaranum Síríusi sem var þá í Slippnum en aldrei sá ég hann þó sjálfur.

Á erfiðum stundum á unglingsárum mínum kom það fyrir að ég ráfaði upp í hið stóra kartöflugarðaland sem þá var í Kringlumýri með ótal litlum kofum í görðunum. 

Yfirleitt var hægt að finna einhvern kofa sem hægt var að komast inn í og dveljast í í einhvern tíma meðan verið var að íhuga þess vanda sem það var að vera unglingur, oft dálítið ringlaður yfir tilverunni. 


mbl.is Neðanjarðarborg í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmalaust?

Brottvísun Ríkarðs Arnar Pálssonar úr Hörpu á sama tíma og öðrum var leyft að vera þar hlýtur að vera dæmalaus uppákoma.

Að minnsta kosti hefur verið fært á spjöld sögunnar hverjir voru fyrstu gestir í húsum eins og Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu en ekki fylgir sögunni hvort eða hverjir hafi fyrstir verið reknir þaðan út. 

Flest mál eiga sér aðdraganda og upptök en með fréttinni um brottvísun Ríkarðs fylgir ekki neitt slíkt. 

Á meðan ekkert slíkt liggur fyrir svífur spurningarmerki hvað það varðar yfir vötnum þessarar óvenjulegu fréttar. 


mbl.is Vísað úr Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt uppátæki.

Mikið hefði ég haft gaman af því fyrir rúmri hálfri öld að fá að taka þátt í því að fjalla um stjórnarskrána á fundi eins og þeim sem ungmennaráð ætla að halda á morgun.

Og mikið hefði ég haft gaman af því að koma á fund ungmennaráðanna á morgun.

En ég neyðist til að boða forföll því að fyrir löngu, meðan að tilvist og störf núverandi stjórnlagaráðs voru svífandi í lausu lofti, lofaði ég því að vera erlendis næstu daga.

Þess vegna get ég aðeins sent ungmennunum hvatningarorð og hamingjuóskir með það góða framtak sem felst í fundi þeirra í Iðnó og afrakstri hans.


mbl.is Ungmenni ræða um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband