Valdið sprettur upp úr olíunni.

Bismarck sagði á sínum tíma að valdið og þar með árangurinn sprytti fram úr byssuhlaupunum. Þessu trúðu Þjóðverjar á bæði skiptin sem þeir fóru í heimsstyrjöld og lærðu dýrkeypta lexíu.

Öll valdapólitík heimsins í bráðum heila öld hefur byggst á yfirráðum yfir auðlindum jarðar, beint og óbeint. Og þar hefur olían leikið æ stærra hlutverk og nú er svo komið að allt stendur og fellur með henni. 

Mér finnst reyndar Donald Trump vera meira aðhlátursefni en sú utanríkisstefna, sem Bandaríkin reka nú gagnvart Arabalöndunum, sem búa yfir mestöllum olíulindum jarðarinnar. 

Það er stefna í anda George Bush eldra, sem vissi, að valdið sprettur upp úr olíulindunum en ekki fram úr byssuhlaupunum eins og Trump heldur fram. 

Hættan á að missa málin úr böndum í Líbíu er fólgin í því hve viðkvæmt það er fyrir nýlenduveldin vestrænu (þau reka nýja nýlendustefnu í stað hinnar gömlu) að beita of áberandi hernaðarmætti í einu af Arabalöndunum. 

Sams konar tilfinning bærist vafalaust í arabískum hjörtum gagnvart vestrænum hernaði á arabískri gund og myndi bærast í hjörtum Evrópu- og Ameríkumanna ef arabiskum hernaðarmætti væri beitt í Evrópu eða Norður-Ameríku. 

Bandaríkin verða að taka tilliti til þessa og því finnst mér hin byssuglaða mikilmennskustefna Donalds Trumps grátbrosleg, - ekki varfærin stefna Obama. 


mbl.is Bandaríkin aðhlátursefni heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt norður til Íslendingabyggða.

Við Íslendingar erum blessunarlega lausir við það fyrirbæri sem kallað er skýstrokkar. Strokkarnir, sem nú fara hamförum í Bandaríkjunum eru að vísu í syðri ríkjunum en þeir geta geysað allt norður til Íslendingabyggða í Norður-Dakota og valdið þar miklum usla.

Fyrir rúmum áratug fór einn slíkur yfir byggðina í Mountain í Norður-Dakota og lagði þar hús í rúst, sem Íslendingar áttu heima í og ég ræddi við fólkið skömmu síðar og sá verksummerki. 

Einnig fór mikill skýstrókur yfir Salt Lake City einum degi áður en ég kom þangað og var erfitt að trúa því hve mikill eyðingarmáttur getur verið í svona skýstrokk þegar horft er á afleiðingarnar. 

Við Íslendingar eigum nóg með eldgos, jarðskjálfta og fleira og megum þakka fyrir að skýstrokkar ná ekki slíku afli hér og erlendis. 


mbl.is 45 látnir eftir hvirfilbylji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schumacher hvað?

Flestar íþróttagreinar eiga sér blómaskeið og hnignunarskeið, sem oft byggjast á yfirburðamönnum.

Meðan Michael Jordan var upp á sitt besta dró hann að sér hundruð milljóna áhorfenda til að horfa á körfubolta. 

Allir gátu elskað eða hatað Muhammad Ali, George Foreman, Joe Frazier, Ken Norton og co á hinu einstæða blómaskeiði þungavigtarhnefaleikanna á áttunda áratugnum og á níunda áratugnum sáu Lennox Lewis, Mike Tyson, Riddick Bowe og Evander Holyfield um þungavigtina en Roy Jones, Oscar Dela Hoyja og Prins Naseem Hamed um léttari þyngdarflokkana. 

Michael Schumaher sá um að lyfta Formúlu 1 upp á sínum tíma, - það var maður sem allir gátu sameinast um að elska eða hata. 

Eftir að hans skeiði lauk hefur formúlan ekki náð sér alemnnilega á strik fyrr en kannski núna þegar nýir snillingar og einstæð og dramatísk keppni lyftir henni upp á hærra  plan. 

Það er gott. Það vantar blómaskeið í einhverja af helstu íþróttagreinunum, sem fólk getur notið í sjónvarpi um allan heim og kannski er slíkt blómaskeið að hefjast í Formúlu 1 svo að fólk geti sagt: Schumacer hvað? 


mbl.is Tær snilld í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband