25.4.2011 | 23:19
Minnir á Fuglana hjá Hitchcock.
Árás skógarhæsnis á íslenska fjölskyldu á Notodden á vesturströnd Noregs minnir á atriði úr hryllingsmyndinni Fuglunum hjá Hitchcock. Hryllingurinn er í öfugu hlutfalli við umhverfið þarna í Harðangri á vesturströnd Noregs sem afar fallegt.
Kannski hefði myndin um hina illskeyttu fugla orðið enn magnaðri ef hún hefði verið látin gerast við svona dramatískt mótsagnarkenndar aðstæður.
![]() |
Fugl ofsótti íslenska fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2011 | 23:09
Misvísandi vísbendingar.
Gosið í Eyjafjallajökli sýndi hve áfátt þekkingu manna var á eðli dreifingar gosöskunnar og áhrifum.
Askan var oft á tíðum svo fín að með ólíkindum var, svo að hún smaug stundum inn í tæki sem áttu að vera vatnsþétt. Það þýðir að öskukornin voru mun minni en minnstu vatnsdropar.
Á hinn bóginn var prófað að fljúga á einshreyfils flugvél með bulluhreyfli með mælitæki inn í öskumökkinn í um 10-15 mínútur og reyndist askan ekki fara yfir þau mörk sem talin voru varasöm.
Sjálfur prófaði ég að fljúga í um 20 sekúndur inn í svarta öskurigningu og varð framrúðan alsvört á þeim tíma en þegar komið var út úr hinum öskublandaða rigningarloftmassa þvoði hin hreina rigning öskuna af.
Vegna þess að askan var vatnsblönduð gerði hún engan óskunda.
Eftir að flugvélin hafði staðið á jörðu niðri í þurru öskumettuðu lofti og barið var létt með lófanum ofan á mælaborðið upp við framrúðuna, gaus upp líkt og svartur reykur með rúðunni !
Svo fín var askan að hún líktist fremur reyk en ösku.
Þannig var þessi aska mikið ólíkindatól.
Útreikningum í tölvum á dreifinu efnanna var stórlega ábótavant og gott dæmi um það var að öskumettuðu lofti og maður barði létt ofan á mælaborðið á mörkum þess og framrúðunnar gaus uppflugvellirnir íslensku voru opnir þá daga sem mesta askana var í loftinu við þá !
Dag einn í byrjun maí brast á hvöss norðvestan átt og var í hádegisfréttum útvarps greint frá því að askan fyki yfir Írland og myndi loka flugvöllum þar.
Á sama tíma var bannsvæði fyrir loftför með skrúfuþotuhreyfla sett í áttina upp í þennan mikla vind, sem var mikill í öllum hæðum, rétt eins og askan gæti borist á móti honum!
Það er eins gott að einhverjar framfarir verði í því að fást við svona viðfangsefni næst þegar svipað ástand kemur upp.
![]() |
Ekki ástæðulaus ótti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2011 | 18:43
"Að bera sannleikanum vitni."
Lærdómurinn af Tsjernobyl og Fukushima að segja sannleikann er jafngömui "hinum viti borna" en breyska manni.
Gott er að rifja Tsjernobyl upp nú um páskana sem helgaðir eru manninum sem aðspurður um hlutverk sitt hér á jörðinni sagði: "Ég er kominn til að bera sannleikanum vitni". "Hvað er sannleikur?" spurði Pílatus þá og ýjaði að því að hinn endanlegi sannleikur verði aldrei uppgötvaður til fulls.
Í meðferð áfengissjúklinga er grunnuppgötvun þeirra sú, að lygin var aðalatriðið í sjúkleika þeirra, afneitunin og réttlætingin sem áfengissjúklingurinn breiðir út meðal meðvirkra vina og ástvina.
Áfengisfíknin er af sama toga spunnin og gróðafíknin, sem heltók íslenskt samfélag í aðdraganda Hrunsins, því að hún byggðist fyrst og fremst á lyginni, sjálfslyginni, lygi að öðrum, afneitun og meðvirkni meirihluta landsmanna.
Þrátt fyrir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og margt fleira, sem komið hefur í ljós, virðist í gangi svipuð fíkn í gróðann af skefjalausri orkuöflun skammtíma hugsunar, þar sem í gangi er stórfelld afneitun á afleiðingum slíkrar orkubólu fyrir komandi kynslóðir sem þurfa að borga reikninginn dýru verði.
![]() |
Sannsögli helsta lexía Tsjernóbyl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)