3.4.2011 | 19:06
Sveigjanlegan "sviptingarhraða"?
Svonefndur "sviptingarhraði" er nú 143 km á radar lögreglunnar og er þá gert ráð fyrir ákveðnu fráviki vegna fráviki vegna hugsanlegrar mælingarskekkju. Þessi hraði er ekki háður neinum skilyrðum hvað varðar aðstæður og það er að mörgu leyti vafasamt.
Þannig missir ökumaður ökuréttindin sem mælist á 143ja kílómetra hraða á þráðbeinum, breiðum og beinum vegi í þurru og björtu veðri, enginn annar bíll á ferð og engin hætta er á að skepnur hlaupi upp á veginn.
Ökumaður sem ekur á 142ja hraða á móti þéttri umferð á mjóum og bugðóttum vegi í lélegu skyggni eða fer fram úr bíl eða bílum á þessum hraða heldur hins vegar ökuréttindunum.
Ég tel að breyta eigi þessum reglum og taka eitthvert tillit tll aðstæðna. Sérstaklega þurfi að huga að því að með framúrakstri á ofsahraða eða mætingu á ofsahraða er öryggi annarra vegfarenda ógnað.
![]() |
Framúraksturinn reyndist dýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.4.2011 | 18:52
Hvað er hvað og hver er hvurs hvurs er hvað ?
"Hvað er hvað og hver er hvurs og hvurs er hvað, / hvernig átti ég að vita það" söng Brynjólfur Jóhannesson á sínum tíma.
Þegar Björgólfur Thor Björgólfsson var spurður um það í kvikmyndinni "Guð blessi Ísland" hvar allar þessar svimandi fjárhæðir, sem um hefur verið rætt í sambandi við Hrunið væru niður komnar, svaraði hann því til að þær "hefðu horfið".
Björgólfur hefur borið á móti því að hann beri nokkra ábyrgð á Icesave, því að hann hafi bara átt hluta af hlutafé hans. Bankastjórarnir og stjórn bankans bæri alla ábyrgð.
Nú er sífellt að koma betur í ljós að í raun gat Björgólfur höndlað með tugi milljarða úr sjóðum bankans alveg fram á gjaldþrotsdag þótt hann segist ekki hafa haft nein áhrif á Icesave.
Gaman verður að vita hve lengi verður hægt að syngja "hvað er hvað og hver er hvurs og hvurs er hvað?"
![]() |
32 milljarða millfærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)