9.4.2011 | 12:32
Leiðir hugannn að upphafinu.
Það hlýtur að verða "hnípin þjóð í vanda" sem gengur að kjörborðinu í dag um Icesave, ef hún hugur hennar verður þrúgaður af hinum stórkostlega hræðsluáróðri, sem virðist vaxa á báða bóga.
Nú er hótað hinu versta á báða bóga, hvort sem krossað er við já eða nei og engu líkara en um yfirboð sé að ræða, "áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta" o. s. frv.
Og athyglisvert er að sjá ummælin um "afnám regluverks í anda nýfrjálshyggju sem leiddi til fasteignabólu og skuldavafninga" eins og alveg nýja stefnu sem ESB beiti sér nú fyrir.
Ég sé ekki betur en að þessi lýsing, sem hampað er nú á moggavef sé nákvæmlega það sem núverandi ritstjóri beitti sér fyrir á árunum eftir 2002 og leiddi til Hrunsins.
Og ekki bara það. Hann sjálfur, sem var innsti koppur í búri þeirra sem mest hefðu átt að vita þegar Hrunið dundi yfir, jós þá hundruðum milljarða af sjóðum í eigu almennings, sem geymdir voru í Seðlabankanum, til að "borga skuldir óreiðumanna" en kom síðar næstum samtímis í sjónvarp og andmælti því harðlega því sama, að "þjóðin borgaði skuldir óreiðumanna."
Ólíkindin sem við okkur blasa eru með því stærsta sem sést hefur. Helstu aðdáendur Davíðs, Yngi Hrafn og Hallur Hallsson, hafa á undanförnum árum valið Ólafi Ragnari Grímssyni hin verstu orð, svo um hreina illmælgi hefur oft á tíðum verið að ræða.
Nú bregður svo við að kúvent er hvað þetta varðar og Hallur lýsti því fjálglega í blaðagrein, að annar "hæstu turnanna" sem risu upp úr lágkúrulegri flatneskju íslenskra stjórnmála, væri einmitt þessi sami Ólafur Ragnar Grímsson !
![]() |
Varar Íslendinga við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)