10.5.2011 | 21:49
Eitt af þessum augnablikum...
Níu þjóðir voru komnar áfram. Tyrkland beið enn, - líka norska lagið og fleiri sigurstrangleg lög.
Maður hugsaði: "Ókey, svona fór þetta. Þeir stóðu sig óaðfinnanlega, gerðu þetta á einfaldan, sannan og einlægan hátt án einhvers hamagangs og láta, - gerðu sitt besta og vel það, en það er ekki alltaf hægt að treysta á íslensku heppnina, að þetta reddist einhvern veginn."
Og þá kom það, alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar þulurinn tilkynnti: "Lag númer tíu (síðasta lagið) er: "Icealand!"
Já eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum. Einmana Finni með gítar, nokkrir einlægir íslenskir strákar, þetta komst áfram, ekki hátimbruð teknó-rytma lög.
Frábært! Til hamingju! Það var lítil von en þetta slapp á síðustu stundu.
![]() |
Þetta var stríðnin í Sjonna" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2011 | 19:57
Á að vera við Vatnsþróna.
Þegar ég var stráklingur og ólst upp í Stórholtinu var alltaf talað um að fara niður að Vatnsþró þegar rætt var um að fara niður á þann stað, sem nú heitir Hlemmur.
Vatnsþróin var réttnefni yfir þennan stað og ef styttan Vatnsberinn á nokkurs staðar vel heima, er það þar.
En þá þyrfti helst að endurgera Vatnsþróna og hafa við hana skilti með upplýsingum fyrir ferðamenn um hana og hvaða hlutverki hún gegndi forðum tíð.
Ég man þá tíð þegar mikið var rifist um styttuna Vatnsberann, en þá var jafnvel líka höfð uppi svipuð gagnrýni á styttu Ásmundar af Járnsmiðnum, hvort tveggja byggt á því að listamaðurinn ýkti fyrirmyndir sínar svo að afkáralegt væri.
Þessar raddir þögnuðu smám saman, enda eru þessar tvær styttur einhverjar þær mögnuðustu sem Ásmundur gerði og á að gera þeim hátt undir höfði.
Endurgerð Vatnsþró með Vatnsberanum hjá og tilheyrandi kynningarskiltum gæti orðið að aðdráttarafli fyrir ferðamenn og þarft verk að leiða nútíma kynslóðir og ferðamenn inn í kjör fortíðarinnar á þessum stað.
![]() |
Vatnsberinn á leið í miðbæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2011 | 19:16
Frábært ef þeir komast áfram.
Heppnin er af sérfræðingum ekki hafa verið með Íslendingum þegar þeir drógust í riðil í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann sé mun erfiðari og sterkari en hinn riðillinn.
Óheppnin hefði samkvæmt formúlu þar um verið enn meiri ef Íslendingar hefðu lent aðeins fyrir framan miðjan hóp því að best er talið að vera sem fyrst eða sem síðast.
Að vera fjórtándi í röðinni er ekki svo slæmt og nú er bara að vona að íslenska lagið komist áfram á því að vera bara einfalt og einlægt og stinga þar með í stúf við hin mörgu lög, sem eru með uppskrúfaða umgerð til að ná athygli.
Er einmitt nú að hlusta á norska lagið, en aðal stefið er ótrúlega líkt Bahamalagi Ingós hér um árið en það var óhemju vinsælt hér heima og kannski virkar sama formúla hjá norsku söngkonunni og hennar félögum núna.
![]() |
Evróvisjón-keppnin hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)