22.5.2011 | 08:43
Rusl inn, - rusl út.
Svo er að sjá sem menn hafi ekki getað lært af eldgosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Þegar þetta er ritað er heiðskír himinn og hreinviðri yfir Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli og báðum völlunum lokað!
Þekkt er í tölvuheimum, að engin útkoma er betri en forsendurnar. Ef skakkar forsendur eru settar inn kemur arfavitlaus útkoma út.
Úti í Londin sitja tölvutótar og eru greinilega með forsendur, sem soðnar eru upp úr flugatvikinu í Indónesíu hér um árið suður við miðbaug, þar sem veðrahvolftið nær miklu lengra upp en hér og flugstjóri þotu í blindflugi flaug henni inn í öskukökk sem hann áttaði sig ekki á.
Í dag leikur um Ísland ískaldur og þurr heimskautavindur og auðvelt væri að fljúga utan allrar ösku með því að taka sveig fyrir sunnan öskumökkinn, sem þar að auki sést vel úr þotum.
Þær eru búnar ratarsvörum sem sjást á skjám hjá flugumferðarstjórum og þess vegna er auðvelt að fljúga slíkt flug eftir blindflugsreglum, sem skylda er í meiri hæð en 5500 fetum yfir úthafinu, og hafa þar að auki frábært skyggni sem auka öryggisatriði !
Það sýnir vel hvað tölvulíkönin í London eru ófullkomin, að völlunum hér var lokað í svipuðum skilyrðum og nú eru, en hins vegar voru þeir opnir þá tvo daga sem öskufalla, öskumistur og svifryk varð mest á suðvesturhorninu.
![]() |
Keflavíkurflugvelli lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.5.2011 | 08:05
Stærsta gosið í 64 ár ?

Gosið í Grímsvötnum er það stærsta af 23 eldgosum sem ég hef séð.
Af þeim sökum er ólíklegt að hægt verði að ná jafn góðum myndum af því í dag og í gær, því að fljótlega myndaði gosmökkurinn sveppalaga risa öskuský sem breiddist í allar áttir og faldi öskustrókinn inni í sér.
Vegna þess að vindátt var ekki hin sama í neðri loftlögum og uppi í 20 kílómetra hæð, sem er hærra en venjulegar þotur fljúga, var öskumökkurinn sem lagði til suðvesturs ekki nema um þriggja kílómetra hár, og því auðvelt að fljúga yfir honum, en hins vegar engin leið að koma nálægt gosinu fyrir sunnan það og sömuleiðis öskumistur upp úr öllu valdi fyrir norðan gosið.
Ofan á þetta bætust hrikalegustu eldingar sem ég hef séð, sumar þeirra 10-20 kílómetra langar.
Myndirnar sem birtast hér á síðunni voru teknar í gærkvöldi áður en gosið hafði ekki drekkt sér í eigin drullu, ef svo má að orði komast.
![]() |
Hér er bara myrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)