Rímar við mælingar dagsins.

Ég var að koma úr öðru mælingarfluginu í kvöld vegna öskudreifingar úr Grímsvötnum. Þetta flug er farið á vegum Verkfræðistofnunar Háskóla Ísland í samvinnu við Háskólann í Dusseldorf. img_0032.jpg

Mælingin í dag í aðflugsferli og fráflugsferli Keflavíkurflugvallar var með svipaða niðurstöðu og í gær, að öskumagn í lofti er langt, langt fyrir neðan þau mörk sem framleiðendur flugvélahreyflanna setja sem hámark öskumagns í lofti fyrir farþegaþotur. 

Enn merkilegri var mælingin í gær í öskumekkinum, sem kaffærði Suðurlandsundirlendið þar sem skyggni í Ölfusi og Flóa fór niður í tvo kílómetra. p5230065.jpgSamkvæmt henni var þessi öskumengun nálægt þeim mörkum sem flughreyflafarmleiðendurnir setja og hefði manni þótt það ótrúlegt fyrirfram. 

Þegar flogið var meðfram þessum öskumekki, var hann eins og brúnn veggur tilsýndar að sjá og lá meðfram ströndinni fyrir vestan Þorlákshöfn. 

Ég var búinn í flugi fyrr um daginn að fljúga meðfram þessum mekki alla leið frá Vatnajökli og vestur til Selfoss og horfa á hvernig hann fór að þokast hægt og rólega í vestur frá Þjórsá þegar leið að kvöldi. 

Á margar myndir af þessum skörpu skilum milli makkarins og heiðríkjunnar hreinu fyrir vestan hann þar sem flug var bannað. 

p5230066_1086262.jpgFrétti af því að Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur hefði tekið undir það sem ég sagði í útvarpsviðtölum í morgun varðandi það að stórbæta má athuganir og mælingar þegar eldgos verða og koma í veg fyrir lokanir flugvalla og borð við megnið af þeim lokunum, sem voru í fyrra og í gosinu nú. 


mbl.is Útlitið gott fyrir flug til morguns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti ekki að loka í gær.

Ég kom í gærkvöldi heim úr mælingaflugi fyrir Verkfræðistofnun Háskóla Íslands þar sem mælt var á óyggjandi hátt öskumagn í lofti, bæði í Ölfusi þar sem var þykkt öskumistur eins og komið hefur fram og einnig tókum við aðflug og fráflug frá Keflavíkurflugvelli.

Niðurstaða mælinganna var sú að öskumagn í lofti í vallarsviðum Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla var langt fyrir neðan þau mörk sem miðað er við til að loka fyrir umferð og þannig hafði þetta verið allan tímann frá upphafi gossins. 

Eftir þrjár ferðir að gosstöðvunum er ég líka með fullt af kvikmyndum og ljósmyndum sem sýna glögglega útbreiðslu þess öskufalls sem hefði getað réttlætt það að loka fyrir innanlandsflug. 

Ég lýsti því á báðum útvarpsstöðvunum í morgun hvernig málið væri vaxið og hvernig öll skilyrði voru afar heppileg til þess að koma á afar einfaldan og ódýran hátt í veg fyrir að vellirnir lokuðust í gær. 

Í fyrra reyndi ég líka að vekja máls á þessu og þá voru framkvæmdar mælingar, sem sýndu það sama og nú en með því að bera brigður á vottun og smíði mælitækjanna svæfðist málið.

Í þetta sinn er búið að prófa tvenn tæki, önnur frá Háskólanum í Dusseldorf og allar mælingar hingað til leiða til svipaðrar niðurstöðu. 

Vonandi verður nú loks hægt að taka þetta mál almennilega fyrir. 


mbl.is Loftrýmið opnist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband