Leiðir hugann að víetnömsku munkunum.

Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam í kringum 1960 var ekki meðal helstu heimsfrétta lengi vel. Var þó ýmislegt við hann að athuga.

Það var ekki fyrr en víetnamskur munkur kveikti í sér og brenndi sig til bana á almannafæri sem athyglin beindist fyrst að því sem var að gerast í landinu. 

Þetta var alveg dæmalaust atvik á þeim tíma og  oft þarf slík atvik til svo að svipt sé hulu af einhverju máli, sem er miklu stærra og alvarlega en almennt er haldið. Enda kom í ljós í Vietnam að svo var. 

Ljósmyndirnar af brennandi munknum og síðar af brennandi fólki, sem flýði eftir árás Bandaríkjamanna á vietnamskt þorp höfðu meiri áhrif á almenningsálit í Bandaríkjunum og um allan heim en langar fréttaskýringar á hernaðinum í landinu. 

Nú liggja ekki fyrir hvaða aðstæður drógu hinn íranska hælisleitanda til þess örþrifaráðs sem hann greip til í morgun og best að fullyrða ekkert þar um. 

Það er ekki nýtt að svona mál komist fremst í umræðuna. Mál Patricks Gervasonis fyrir þremur áratugum komst fremst í fréttir vegna þess að einn stjórnarþingmanna hótaði að láta af stuðningi við þáverandi stjórn ef hann fengi ekki landvist. 

Að öðrum kosti er alls óvíst hvort það mál hefði vakið nokkra umtalsverða athygli. 


mbl.is Mikil hætta skapaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdáendurnir eldast.

Þótt sagt sé: "Elvis lifir!" eða "Elvis is in the building" og að aðdáun á honum hafi gengið í bylgjum og átt ný blómaskeið nokkrum áratugum eftir að hann var á tindi ferils síns, vinnur tímans tönn hægt en örugglega á stöðu hans.

Nú fækkar þeim aðdáendum hans sem eru á barneignaaldri og því er það í sjálfu sér engin frétt þótt nafnið Elvis sé ekki lengur í hópi 1000 vinsælustu nafnanna sem foreldrar gefa börnum sínum. 

Þegar ég var skírður var hægt að telja þá Íslendinga, sem hétu Ómar, á fingrum sér, svo fáir voru þeir og ungir. 

Þegar nafn mitt komst í símaskrána 1959 var aðeins einn annar Ómar þar, litlu eldri en ég. 

Ómarsnafnið fékk nýjan byr á síðustu árum heimsstyrjaldarinnar þegar nafn Ómars Bradleys, hershöfðingja, var í fréttum dögum, vikum og mánuðum saman.

Rithöfundurinn Ómar Kayam var vinsæll á tímabili og síðar leikarinn Ómar Shariff. 

Nafnið fékk því meðbyr á tímabili sem skilaði sér uppi á klakanum. 

Sum nöfn eru einfaldlega háð tískustraumum og umtali og öðlast vinsældir eða tapa þeim í samræmi við það. 


mbl.is Vinsældir kóngsins dvína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband