Sigurrós Pétursdóttir eyddi minnstu.

Úrslit sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sýna hve klókur og góður bílstjóri Sigurrós Pétursdóttir er.

Í svona sparaksturskeppni verður ökulag keppenda óraunhæft ef þeir ætla að ná árangri því að í praxis er eyðslan mun meiri og mælingar sem kenndar eru við EU eru meira í takt við raunveruleikann. 

Sem dæmi má nefna, að mikið atriði er þegar ekið er af stað úr kyrrstöðu sparast talsverð orka með því að fara rólega af stað og auka hraðinn hægt og bítandi. 

Þetta gildir um einstaka bíla, en ef allir höguðu sér svona, myndi umferðin tefjast og "grænar bylgjur" á umferðaljósum fara í vaskinn, þannig að á heildina litið myndi eyðslan verða samanlagt meiri. 

Þótt EU-mælingarnar séu raunhæfari en eyðslutölu í sparaksturskeppnum, eru  þær ekki alveg marktækar hér á landi því að loftkuldi hefur  áhrif og þau áhrif eru meiri á bensínvélar en dísilvélar. 

En sparaksturskeppni er af hinu góða og sýnir, að hægt er að ná fram verulegum sparnaði með breyttu ökulagi.

 


mbl.is Yaris eyddi minnstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn hugsar um hagsmuni annarra ?

Er það tilvijun að í umferðinni hafi ég aldrei séð það að ökumaður hafi staðsett bíl sinn þannig á akrein, þar sem ein akrein víkkar út í tvær akreinar skammt frá gatnamótum,  að þeir sem á eftir koma og vilja fara inn á akreinina við hliðina, geti gert það ? 

Dæmi: Við gatnamót Kringlumýrarbrautar myndast oft röð bíla, sem bíða eftir því að komast á grænu ljósi beint áfram yfir Miklubraut tll norðurs, og nær röðin í mörgum tilfellum aðeins suður fyrir þann stað þar sem hægt er að komast yfir á aðrein að beygju inn á Miklubraut til austurs. 

Það hefur verið regla í öllum þeim hundruðum ef ekki þúsundum tilfella þar sem ég ef komið að svona aðstæðum að ökumennirnir sem ætla áfram huga ekki hið minnsta að þörfum þeirra sem á eftir þeim koma og gætu komist hindranalítið yfir á aðreinina til hægri, ef bílarnir stæðu aðeins til vinstri á akreininni í stað þess að vera þannig staðsettir að þeir loka öðrum leið fyrir aftan þá. 

Þegar þetta virðist svona greypt inn í hugarfar þjóðarinnar í umferðinni,  er þá einhver hissa á því sem átti sér stað í fréttinni sem þetta blogg er tengt við ? 


mbl.is Enginn hugsaði um hagsmuni Byrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóta fyrst og spyrja svo.

Í Helguvík eru þegar risin allmikil mannvirki sem verða eiga burðarvirki risaálvers á þeim stað.

Yfir standa samningar milli HS orku og Norðuráls um orkusölu til fyrsta áfanga þessa álvers án þess að búið sé að finna orkuna. Því síður er nokkurt tillit tekið til þeirrar yfirlýsingar fulltrúa Norðuráls á fundi um þetta að fyrsti áfanginn sé ekki fullnægjandi heldur verði álverið að komast upp í ca 350 þúsund tonna árlega framleiðslugetu ef það á að verða arðbært. 

Aðeins varðandi þetta hefur stefnan verið að skjóta fyrst og spyrja svo. 

En þetta er aðeins hluti af málinu. 

Umsögn Skipulagsstofnunar umm linulagningu er aðeins hluti af þeim mannvirkjum sem þurfa að rísa vegna álvers í Helguvík, en auðvitað var rokið af stað í framkvæmdum án þess að hafa orkusamning, án þess að hafa orku, án þess að taka tillit til þess að uppfyllta skilyrðið um þrefalt meiri orku en nú er rætt um og án þess að huga að umhverfisáhrifum í þeim tólf eða jafnvel fleiri sveitarfélögum sem eiga hlut að máli. 

Þau gætu orðið mun fleiri ef fara þarf út í margfaldar virkjunarframkvæmdir sem þarf til þess að álverið verði arðbært. 


mbl.is Línulagning raskar landslagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband