Af hverju ?

Það er hugsanlega stærri breyting en virðist við fyrstu sýn að Gleðigangan fari eftir Sóleyjargötu í stað þess að fara niður Laugaveg. Í frétt um þetta er sé ég ekki að nein skýring sé gefin.

Laugavegurinn hefur yfir sér alveg sérstakan blæ sem leið fyrir göngur á borð við Gleðigönguna.

Það helgast ekki aðeins af því hve hentug þessi leið er, heldur líka af langri hefð, sem nær yfir lungann af síðustu öld. 

Þarf ekki annað en að nefna skrúðgöngurnar 1. maí, 17. júní og við ótal önnur tækfæri. 

í hugann kemur skrúðganga Ólympíuliðsins í handbolta 2008 og árleg Friðarganga. 

Fyrir göngufólkið sjálft er það alveg sérstök tilfinning að horfa upp í glugga og svalir húsanna við götuna og veifa fólkinu þar. 

Engri slíkri samþjappaðri stemningu verður fyrir að fara á Sóleyjargötu. 

Sameiginlegar minningar kynslóðanna frá göngum niður Laugaveg vega þyngra en margir halda. 

Ég tel því að það þurfi að vega mjög sannfærandi og þung rök fyrir því að færa Gleðigönguna yfir á Sóleyjargötu og að velta þurfi fyrir sér hvort ekki sé mögulegt að endurskoða þessa ákvörðun. 


mbl.is Engin gleði á Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband