Áhrif í báðar áttir.

Enn ein vísindaleg könnunin leiðir í ljós það sem flestum hefði átt að vera ljóst fyrirfram: Að hegðun foreldra hefðu mikil áhrif á áfengisneyslu unglinga sem og það hve oft og lengi þeir eru í samfélagi við aðra unglinga um slíkt.

Könnunin leiðir aðallega í ljós að neysla foreldra geti haft örvandi áhrif á neyslu unglinga en hitt er líka til í dæminu, að unglingarnir ákveði að lenda ekki í sömu vandræðum og foreldrarnir. 


mbl.is Foreldrarnir hafa áhrif á neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins staðfest: Fæðan tekin frá þorskinum.

Fyrir aldarfjórðungi datt mönnum það í hug að varasamt gæti verið að taka fæðu frá þorskinum með því að veiða loðnu eða rækju, sem hann lifir á.

Ekkert þótti þó sannað í þessum málum og svo hart var stundum sótt í loðnuna, að ég minnist þess að eitt sinn munaði minnstu að flotinn sópaði nær öllum stofninum upp við suðvesturhorn landsins.ð síðan 1995 hefur þorskurinn liðið fyrir að hafa ekki úr nægri loðnu og rækju að moða og lést af þeim v

Þá bannaði Hafrannsóknarstofnu áframhaldandi veiðar og allt varð vitlaust. Aflaskipstjórarnir sendu einróma fordæmingu frá sér og heimtuðu að veitt yrði áfram því að miklu meira en nóg væri eftir af loðnunni. 

Fljótlega kom þó í ljós að bannið hafði í raun komið á síðustu stundu. 

Nú, aldarfjórðungi síðar, liggja fyrir eftir rannsókn á alls 130 þúsund þorskum, að þorskurinn hefur ekki hefur liðið fyrir að hafa ekki næga loðnu og rækju til að éta og fiskarnir því léttari en ella.

Koma í hug orð Guðmundar Jaka sem ég hef vitnað í fyrr, að eftir dýrar og viðamiklar rannsóknir hafi nú komið í ljós það sem allir máttu vita fyrirfram.

Nú er það svo að erfitt er að beita beinum reikningi með tölum um afkomuna í lífríki hafsins og innbyrðis áhrif fiskistofna hver á annan. 

En sú spurning hlýtur að vakna að hve miklu leyti veiðar á loðnu og rækju séu til góðs ef það hefur mikil áhrif á þann gula, sem hefur verið burðarásinn í íslenskum sjávarútvegi. 

Ég er að blogga um þetta í tengslum við  ummæli Jóns Kristjánssonar um það hvort friðun á sveltandi fiski sé til þess fallið að efla þann fiskistofn.  Það geri ég vegna þess að fréttin um rannsóknina á æti þorsksins hvarf fljótlega í morgun í skuggann af öðrum fréttum og að mér finnst þessi rannsóknarfrétt með þeim merkilegri sem ég hef heyrt upp á síðkastið. 

 


mbl.is Friðun skilar ekki árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband