10.7.2011 | 21:25
Af hverju heitir hún Katla?
Þessi spurning flaug mér í hug þegar ég skoðaði katlana í Mýdalsjökli sem hlaupið hefur úr.
Miðað við það sem ég sá, virðist svarið augljóst. Hún heitir Katla af því að það sjást katlar þegar hún gýs.
En fóru menn hér áður fyrr upp á jökulinn til að skoða ummerkin eftir hlaupin stóru?
Því skyldu þeir ekki hafa gert það?
Þá voru jöklarnir miklu minni en nú og jafnvel auðveldari uppgöngu.
Og hví skyldu ekki hafa komið hlaup í Múlakvísl eins og 1955 og núna, þar sem einu ummerkin uppi á jöklinum voru katlarnir?
En af hverju skyldi ekki vera getið um þessi smágos á árum áður?
Líklegasta skýringin er sú að þetta hafi ekki verið þeir stórviðburðir sem þurfti til að komast á spjöld sögunnar úr því að gosefni komu ekki upp eins og í stórgosunum miklu, sem einnig sendu fram á sandinn margfalt stærri hamfarahlaup en þegar minni umbrot voru.
![]() |
Hugsanlegt að ferja bílana yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.7.2011 | 21:11
Óróinn að byrja að aukast. Hvað svo?
Ég var að koma úr myndatökuflugi yfir Kötlu og náði góðum myndum af kötlunum tveim. Flóðið er að minnka en nú, þegar ég lendi hér á flugvellinum á Hellu og kíki á það sem þeir eru að fylgjast með hér, starfsmennirnir við Íslandsmeistaramótið hér, má sjá að órói á einum jarðskjálftamælinum í Mýrdalnum er að aukast smám saman í dag.
Já, þeir fylgjast vel með öllu hér, svifflugmenn, ekki aðeins í lofti, heldur líka neðanjarðar!
Það sem fór úrskeiðis varðandi þetta "þjófstart", sem ég spáði í fyrradag, var að ekki tókst að rjúfa veginn eins og tókst þegar Markarfljót hljóp þegar Eyjafjallajökull gaus.
Þá réði úrslitum að Suðurverk var með tæki nálægt brúnni og menn voru fljótir til.
Einnig hefði mátt koma í veg fyrir að brúin færi ef menn hefðu haft þjóðveginn lægri á tveimur köflum sitt hvorum megin við brúna svo að áin fari þar í gegn strax í upphafi.
Svona hefur verið gert við Gígjubrú á Skeiðarársandi.
Nú þyrfti að lækka veginn í þessa veru um leið og gerð er ný brú og spurning er hvort hægt sé að fýta verkinu með því að nota þá stöpla sem enn standa og hafa brúna styttri en þá gömlu.
Einnig má hugsa sér að hafa gröfur tiltækar eins og var hjá Markarfljótsbrú í fyrra.
![]() |
Neyðarástand í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)