Glæsilegt að sjá þetta!

Bráðabirgðabrúin yfir Múlakvísl er einbreið. Ég sé að einhverjir eru að líkja henni við göngubrú.

Engu að síður horfði ég það úr lofti í hádeginu áðan þegar fyrsta rútan fór yfir brúna og það var eftirminnilegt að horfa á brúarvinnuflokkana, verktakana og aðra, sem hafa verið í ferjuflutningum, ganga fyrst yfir brúna og síðan var það í góðu lagi að hafa myndavélar á lofti og taka myndir af því þegar ráðherrann ók yfir og síðan bílalestirnar sitt hvorum megin frá.

Ef tími gefst til bregð ég kannski einhverjum myndum inn í pistilinn og Sjónvarpið fékk frá mér kvikmyndir.

Þetta er ekki glæsilegasta brú á Íslandi, satt er það. En umhverfið er glæsilegt í veðri eins og var í dag og glæsileg sýn sem blasti við ofan úr flugvélinni TF-TAL.


mbl.is Fylktu liði yfir brú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband