20.7.2011 | 10:58
Bjöguð skattheimta.
Fyrir það verð sem þarf að borga fyrir venjulegt reiðhjól má kaupa notaða bíla í furðu góðu ástandi.
Verð á reiðhjólum er að mínu mati allt of hátt og gegnir furðu að lang vistvænasti og heilnæmasti ferðamátinn skuli ekki njóta sömu hlunninda og vistvænustu bílarnir.
Hér þarf að gæta samræmis og breyta þessu sem allra fyrst.
![]() |
72% dýrara að kaupa reiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.7.2011 | 10:53
Er gras ósjálfbært ?
Það er góðra gjalda vert að minnka túnbletti í borginni ef það má verða til þess að fækka frjókornum í lofti.
Hins vegar er staglast á því að í stað grassins komi "sjálfbærar plöntur".
Nú er ég hvorki líffræðingur né grasafræðingur en spyr samt eins og fávís maður, hvers vegna þær jurtategundir sem mynda grasfleti eins og grasið sjált og fíflar og sóleyjar séu ekki sjálfbærar eins og runnar og þær plöntur, sem rætt er um hjá borginni og eru taldar sjálfbærar í fréttatilkynningu.
Ég hélt að gras sprytti og félli aftur og aftur ár frá ári og þess vegna væri sá búskapur plantnanna, sem mynda tún, sjálfbær, og sú iðja bænda að slá sömu túnin ár frá ári félli undir hugtakið sjálfbæra þróun.
Er ekki hægt að orða muninn á lífi og áhrifum grass og runna og trjáa einhvern veginn öðruvísi en með því að nota enn einu sinni hugtakið "sjálfbær" á þann hátt að það ruglar mann í ríminu?
Til dæmis "langlífari plöntum"?
![]() |
Vilja minnka tún í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.7.2011 | 10:30
Náðargáfa.
Suma hluti er ekki hægt að ávinna sér eða kenna þá. Þetta á oft við í íþróttum. Það er til dæmis útilokað að ég geti orðið góður fimleikamaður eða sundmaður. Er sennilega lélegasti sundmaður Íslands.
Þetta er vel þekkt í hnefaleikum. Kannski finnst mörgum að ekki sé rétt að nota orðið "náðargáfa" um það að ákveðinn hnefaleikari geti beitt vinstri krók betur en aðrir, en þá er á það að líta að á upphafsárum nútíma hnefaleika lýstu forgöngumenn hennar sem "the noble art of self-defense" þ. e. hin göfuga íþrótt sjálfsvarnarinnar.
Kona Murdoch var að verja mann sinn gegn árás, sem á því augnabliki var ekki hægt að sjá hvort yrði með beitingu líkamlegs ofbeldis eða á annan hátt og því var það í þágu sjálfsvarnar þeirra hjóna sem hún greiddi árásarmanninum hinn skæða vinstri krók, sem breskur þingmaður lýsti svo vel.
"Smoking" Joe Frazier bjó yfir einsum skæðasta vinstri króki allra tíma en meðal annarra sem höfðu þessa "náðargáfu" voru Tommy Morrison og David Tua.
Allir mótherjar þeirra vissu af þessu en flestum þeirra tókst samt ekki að verjast króknum.
Frazier var að því leyti til einstæður, að þrátt fyrir það að hann gæti hvergi nærri notað hægri höndina eins og þá vinstri, var hann í hópi allra bestu þungavigtarhnefaleikara sögunnar þegar hann var upp á sitt besta.
Vinstri krókurinn sem hann felldi Ali með í 15. lotu fyrsta bardaga þeirra var hrein snilld og sumir hafa sagt að Frazier hafi verið besti "einhenti" hnefaleikari sögunnar.
Meðal annarra frægra vinstri króka má nefna vinstri krókinn sem felldi Razor Ruddock í bardaga hans við Tommy Morrison, en það var í fyrsta skipti sem Ruddock var felldur.
David Tua felldi John Ruiz með vinstri krókum í hæsta gæðaflokki í dramatískum endi bardaga þeirra.
Sömuleiðis má nefna hinn skæða og óvænta vinstri krók sem Ali notaði í 15. lotu til að fella Bonavena í fyrsta sinn, sem hann var settur í gólfið, og "draumahöggið" svonefnda þegar meistarinn mikli Sugar Ray Robinson felldi heimsmeistara sem aldrei hafði fyrr lotið í striga.
Á YouTube má finna myndskeið sem sýna öll þessi atvik með því leita að bardögunum, t. d. með því að smella inn "Joe Frazie vs. Muhammad Ali 1" eða "John Ruiz vs. David Tua", eða jafnvel "Best left hooks".
![]() |
Höggþung eiginkona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)