Stalín hefur lengi verið grunaður um græsku.

Morðin illræmdu í Katyn-skógi á pólskum liðsforingjum sýndu að Rússar reyndu eftir megni að draga mátt úr Pólverjum á stríðsárunum.

Þrættu þeir fyrir morðin í meira en hálfa öld en viðurkenndu þau eftir fall Sovétríkjanna. Forsætisráðherra Pólverja fórst á leið til minningarathafnar um morðin í fyrra.

Stalín hefur lengi verið grunaður um að hafa spilað þannig úr spilum sínum í ágúst og september 1944 að Pólverjum blæddi sem mest.

Þetta verður svo sem aldrei sannað til fulls enda var það svo í sókn herja Bandamann bæði úr vestri og austri, að herirnir stöðvuðust alllengi meðan verið var að byggja þá upp með flutningum og skipulagi fyrir næstu sóknarbylgju.

Nefna má hve lengi innrásarherinn í Normandí var kyrrstæður áður en Patton tókst að rjúfa herkvína og einnig, hve lengi honum miðaði lítið áfram yfir vesturlandamæri Þýskalands.

Sovétherinn fór líka hægt yfir á leið sinni inn í Þýskaland síðustu mánuði ársins 1944 og fram yfir áramót.

Í stríðlok voru Bretar fúlir út í Roosevelt Bandaríkjaforseta fyrir að draga taum Sovétmanna varðandi örlög Póllands.

Bretar fóru út í stríðið 1939 út af árás Þjóðverja á Pólland, sem var gerð í kjölfar griðasamnings Hitlers og Stalíns. Pólsk útlagastjórn hafði setið öll stríðsárin í Bretlandi og því fúlt í stríðlok að horfa á eftir Póllandi í gin Rússa.

Á móti þessu kom, að í rúma átta mánuði frá september 1939 til maí 1940 lyftu Bretar og Frakkar ekki litlafingri gegn Þjóðverjum á vesturlandamærum Þýskalands heldur stóð þar yfir fyrirbæri sem fékk heitið "Platstríðið" (Phony war).

Allan þennan vetur áttust Bretar og Þjóðverjar aðeins við á hafinu og það var fyrst eftir 9. apríl 1940 að Bretar reyndu að hjálpa Norðmönnum í vörn gegn innrás Þjóðverja í land þeirra.

Það kom í hlut Sovétmanna að reka Þjóðverja út úr Póllandi og í stríðinu við Þjóðverja misstu Rússar 20 milljónir manna. Þess vegna er eftirlátssemi Roosevelts skiljanleg þótt Bretum þætti hún ósanngjörn.

Í augum Stalíns voru lönd Austur-Evrópu stuðpúði gegn hugsanlegri ásælni úr vestri í framtíðinni og hann var reynslunni ríkari eftir hina miklu innrás Þjóðverja 22. júní 1941.


mbl.is Minnast Varsjáruppreisnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa lengið verið sníkjudýr og halda því áfram.

Það er rétt hjá Pútín forsætisráðherra Rússlands að Bandaríkin séu sníkjudýr á hagkerfi heimsins.

En þar með er ekki allt sagt. Bandaríkin hafa verið sníkjudýr lengi og þrátt fyrir nú eigi að draga úr samfelldri skuldaaukningu ríksins er raunin sú að það á að halda henni áfram, þótt dregið hafi verið úr hraða hennar.

Bandarískir stjórnmálamenn og almenningur vestra hafa ekki haft þrek til að horfast í augu við það, hvert stefnir, og geta það enn ekki.

Eftir ár verða forsetakosningar og forsetinn er því "lömuð önd" (lame duck) síðasta árið, ófær um að taka af alvöru á vandamálunum af ótta við að missa fylgi.

Við Íslendingar getum lítið sagt nema að kasta úr glerhúsi . Við fjórfölduðum skuldir heimilanna á órfáum árum í aðdraganda Hrunsins og súpum nú seyðið af því. 


mbl.is „Bandaríkin eru sníkjudýr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband