Er það virklega?

Er það virkilega að hægt sé að halda flugeldasýningar einhvers staðar annars staðar en í þéttbýli?

Er það virkilega að íslenskt landslag bjóði upp á upplifun, sem ekki sé hægt að fá þar sem eru mannvirki og sem allra mest af þeim? 

Er það virkilega að gras og gróður sé forsenda fyrir því að njóta náttúrunnar?  Ég fæ ekki betur séð en að á sjónsviði flugeldasýningarinnar við Jökulsárlón sé varla að finna stingandi strá, heldur aðeins grjót, sand, vatn og ís. Getur það verið að nokkur verðmæti séu fólgin í þessu? 


mbl.is Flugeldar lýstu upp Jökulsárlón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins rétti tíminn fyrir viðveru á norðausturhálendinu.

Ekki verður sagt að veðrið hafi leikið við fólk á norðaustanverðu landinu í sumar.  Fyrst kom lengsti kuldakaflinn sem komið hefur snemmsumars og síðan tók við veðurfar þar sem vindáttir á milli suðurs og vesturs voru fjarri vikum saman.

Enn vantar sex metra upp á að Hálslón sé komið í hámarkshæð. 

Loksins  núna eru þó að koma dagar með þessum vindáttum og hefði mátt koma fyrr fyrir ferðaþjónustuna, svo að hún nyti enn eins metsins í komu erlendra ferðamanna til landsins. Þessi tími hefði mátt koma fyrr en honum er samt tekið með þökkum. 

Við verðum inni á Brúaröræfum þessa daga, Völundur Jóhannesson og ég, tveir tómstundabændur ef svo má að orði komast.

Hann er í Grágæsadal, þar sem hann hefur verið á hverju sumri svo lengi sem elstu menn (hann sjálfur m.a.) muna, - en ég á Sauðárflugvelli og síðan vonandi við myndatökur fyrir myndirnar "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland" og "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars". 

Á svona dögum hér fyrir austan er, eins og einhvern tíma var sagt, veður til að skapa. 

Á sínum tíma, fyrir meira en 70 árum, varð þýskur jarðfræðiprófessor, stórmerkileg kona, ein fyrst allra til að átta sig á töfrum og náttúruundrum á Brúaröræfum, sem voru sköpunarverk hins mikla snillings Brúarjökuls. 

Nú er svo að sjá að fyrstur þeirra, sem hafa yfirráð yfir fjármunum og sjái möguleika svæðisins norðan Vatnajökuls, sé Kínverji.  Segir þetta tvennt einhverja sögu um okkur sjálfa, Íslendinga? 


mbl.is Hlýtt á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

36 m/sek þætti ekki mikið á Kjalarnesinu.

36 metrar á sekúndu er vindur sem skildgreindur er við mörk fárviðris á Íslandi. Á ákveðnum svæðum verður vindur svona hvass á hverju ári og er að vísu varasamur fyrir þá sem draga eftirvagna eða vallta háa bíla.

36 metrar á sekúndu á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli þætti ekkert sérstaklega mikið óveður. 

En svona erum við Íslendingar orðnir vanir því að eiga heima á vindasamasta svæði á norðurhveli jarðar. 


mbl.is Írena yfir New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband