4.8.2011 | 22:00
Hin óhjákvæmilega og óstöðvandi hnignun olíualdar.
Olíuöldin er heiti í mannkynssögunni af sama toga og steinöld, bronsöld og járnöld. Uppgötvun bensín- og olíuhreyfla hefur knúið áfram uppsveiflu í orkunotkun heimsins sem á sér enga hliðstæðu í veraldarsögunni hvað snertir hraða og stærð.
Nú er komið að hinni óhjákvæmilegu hnignun og niðursveiflu sem hefði hvort eð er byrjað í lok olíualdarinnar en verður fyrr á ferðinni og verri og hraðari vegna þess að mannkynið hefur bruðlað með orkugjafana og lifað um efni fram af fullkomnu ábyrgðarleysi um framtíð sína og komandi kynslóða.
"Skuldaþak" bandaríska ríkisvaldsins, sem ekki verður hægt að hækka í það óendanlega, er skriftin á veggnum. Það er komið að skuldadögunum.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi gátu Bandaríkjamenn leitað til Sádi-Araba um að stórauka framboð á olíu til þess að slá tvær flugur í einu höggi: Fjármagna vígbúnað, sem myndi knýja fram hernaðaryfirburði í Kalda stríðinu og lækka heimsmarkaðsverð á olíu til þes að kippa fótunum undan olíuútflutningstekjum Sovétríkjanna og fella þau.
Hvort tveggja tókst en að var keypt dýru verði sem nú þarf að súpa seyðið af.
Það er ekki lengur hægt að láta Arabana auka olíuframeiðsluna vegna þess að þeir vita (eru raunar einir um að vita það) hve takmarkaðar olíulindir þeirra eru orðnar og að hér eftir liggur leiðin aðeins í eina átt, niður á við.
Þeir vita að aukin olíuframleiðsla mun aðeins verða eins og að pissa í skó sinn og valda enn hraðari orkuþurrð síðar.
Þegar litið er á línurit, sem sýnir notkun mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, þýtur línan, sem sýnir hana upp á blað,i eins og eldflaug miðað við orkunotkunina´aldirnar og árþúsundin á undan.
Þessi svakalega uppsveifla hefur tekið aðeins um eina öld og línan á eftir að stefna jafn bratt niður á 21. öldinni.
Miðað við lengd steinaldar, bronsaldar og járnaldar, verður olíuöldin eins og ógnarlangt strá sem þýtur upp og fellur síðan "...eins og blómstrið eina."
![]() |
Hamfarir á hlutabréfamörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2011 | 19:24
Crossfit = Fjölhreysti?
Crossfit er svo ný íþróttagrein á Íslandi að enska orðið er enn notað. Orðmyndin "cross" hefur líka verið notuð í nýyrðinu "crossover" sem nær til þeirra bíla, sem að allri byggingu eru eins og nútíma fólksbílar, með grindarlausa byggingu og sjálfstæða fjöðrun, en hærri yfirbyggingu og stundum örlítið meiri veghæð og aldrifi.
Oft er talað um fjölhæfa íþróttamenn og sumar íþróttagreinar henta slíkum mönnum afar vel eins og til dæmis tugþraut í frjálsum íþróttum.
Ekki hefur enn fundist íslenskt nýyrði yfir crossover-bíla enda ekki alveg hlaupið að því. Hins vegar hlýtur að vera hætt að finna gott orð yfir crossfit, sem fangar það eðli íþróttarinnar að sameina margs konar getu iðkendanna, sem verða að vera afar fjölhæfir og sameina afl, snerpu, hraða, þol og lægni.
Fyrsta orðið sem kemur mér kemur í hug er fjölhæfn en betra væri líklega að kalla þetta fjölhreysti, en það er sá eiginleiki sem segja má að sé mikilvægastur fyrir fólk, sem æfir þessa grein eða keppir í henni.
![]() |
Crossfit æði á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2011 | 19:09
Hvar fékk hann peninga til allra ferðalaganna?
"Follow the money" eða "fylgdu ferli peninganna" er orðtak sem notað er í Ameríku um helsta ráðið til þess að upplýsa mörg sakamál. Frakkar segja hins vegar að finna eigi konuna í spilinu og um tíma var sagt finndu Finn" hér á landi.
Umsvif Anders Behring Breivik árum saman við ferðalög til útlanda, meðal annars til að láta gera á sér dýrar lýtaaðgerðir í Ameríku vekja grunsemdir um það hvort hann geti hafa verið einn um að standast straum að hinum mikla og víðtæka undirbúningi hans fyrir hryðjuverkin hræðilegu.
Ef hann hefur haft menn sem lögðu honum lið þarf að finna þá.
![]() |
Breivik fékk aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2011 | 13:25
Glæsileg sönnun á þörf fyrir samstöðu.
Þegar ég var viðstaddur hina miklu og stórglæsilegu skrúðgöngu, sem haldin á Íslendingadeginum í Gimli í Manitoba, smábæ á stærð við Selfoss, sannfærðist ég um það að það væri ekki aðeins hægt að gera svonalagað hér heima, heldur væri mikil þörf á því.
Mér rann til rifja að hér skyldi ekki vera haldin slík ganga 17. júní sem gæti orðið margfalt glæsilegri en skrúðganga Vestur-Íslendinga í smábæ í Kanada.
Þess ánægðari er ég með það hve Gleðigangan hefur orðið frábær hér heima og sönnun fyrir þörfinni á því að fólkið og þjóðin geti sýnt samstöðu á góðum degi.
![]() |
Gleðigangan á nýjum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)