13.9.2011 | 21:46
50 ára gamalt markmið Kennedys fjarri.
Eitt af því sem John F. Kennedy setti fram í stefnu sinni þegar hann varð forseti var að ráðast gegn fátækt í Bandaríkjunum. Meðal þess sem átti að stuðla að því voru lög um lágmarkslaun.
Demókratar töldu að átta ára valdatíð Republikana hefði misskipt auðnum og að vaxandi þjóðartekjur hefðu ekki skilað sér til hinna lægst launuðu.
Nú, 50 árum síðar, er staðan sú, að þrátt fyrir hinn dýrkaða og mikla hagvöxt sem hefur orðið á þessum tíma og allt átti að lækna, eru menn jafnvel aftar á merinni en 1961.
Á þessum 50 árum hafa Demókratar verið við völd í 22 ár en Republikanar í 28 ár þannig að varla geta Demókratar kennt Repúblikönum einum um þetta ástand.
![]() |
Fátækt eykst í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2011 | 19:28
Eini eyðimerkurstormur heims af jökli.
Á Vatnajökli hefur mátt sjá gríðarlega öskustorma við ákveðnar aðstæður í sumar og hefur Jón G. Sigurðsson, flugmaður, sem flýgur með ferðafólk frá Skaftafelli, sagt mér að hann hafi getað boðið því upp á að upplifa eyðimerkurstorm uppi á stærsta hjarnjökli Evrópu, - algerlega einstætt fyrirbæri á heimsvísu.
Vonast til að geta birt myndasyrpu af jöklinum áður en snjór huldi öskuna, þegar tími gefst.
![]() |
Öskufokið að detta niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2011 | 19:23
Stríðið endalausa?
Nú hefur komið í ljós að herlið NATO getur ekki einu sinni friðað sjálfa höfuðborg landsins fyrir hernaðaraðgerðum andstæðinganna. Það minnir óhuganlega á ástandið í Víetnam á sínum tíma.
Nú er senn liðinn áratugur síðan ráðist var inn í Afganistan og stríðið stendur enn. Bráðum fer stríðið að verða lengra en Vietnamstríðið var og hlýtur það að valda Bandaríkjamönnum áhyggjum.
![]() |
Sjö látnir í Kabúl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)