Eins og hundar á roði...

Áltrúarmenn eru búnir að hanga á álveri á Bakka eins og hundar á roði síðustu fjögur ár þótt allan tímann hafi legið fyrir hve galið það var að stefna að álveri þar sem þarf að vera með minnst 350 þúsund tonna ársframleiðslu til að bera sig. 

Það þýðir þörf á upp undir 700 megavöttum, sem fjarlægt er að náist að útvega nema virkja öll jarðvarmasvæði í topp og bæta við jökulsánum í Skagafirði, Skjálfandafljóti og jafnvel helmingnum af orku Dettifoss. 

Jafnframt þýddu þessi áform að öll orka Norðurlands og Austurlands yrði sett í hendur einu álfyrirtæki og ekkert eftir handa neinum öðrum. 

Í þessum trylltu áldraumum hefur reiknað með orku frá stækkun Kröfluvirkjunar þótt ekki hafi eftir 35 ára streð verið búið að leysa úr sýruvandamálum þar og einnig hafa menn gefið sér að þrítugfalda orkuframleiðslu Bjarnarflags, sem þegar er farin að skila affallsvatni í átt að Mývatni, svo að tært vatnið í Grjótagjá er orðið gruggugt.

Nú lýsa menn yfir vonbrigðum með það að fundist hafi smærri kaupendur sem bjóðast til að borga hærra orkuverð og skapa fleiri störf á orkueiningu. 

Mikil vonbrigði með rólega og trygga uppbyggingu í stað geggjaðra draumóra orkubruðlsfíkla. 


mbl.is Álver á Bakka komið út af kortinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur verðlaunahafi.

Ég tel að varla hefði verið hægt að finna glæsilegri verðlaunahafa en Ragnar Axelsson á fyrsta Degi íslenskrar náttúru.

Með ævistarfi sínu hefur náð því að vera ekki aðeins að komast í fremstu röð ljósmyndara í heiminum, heldur ekki síður vegna þess að viðfangsefni hans, maður og náttúra á norðurslóðum auk margs annars, hefur verið einstætt á heimsmælikvarða.

Til hamingju minn elsku RAXI!  Knús! 


Glæsilegur verðlaunahafi.

Ég tel að varla hefði verið hægt að finna glæsilegri verðlaunahafa en Ragnar Axelsson á fyrsta Degi íslenskrar náttúru.

Með ævistarfi sínu hefur náð því að vera ekki aðeins að komast í fremstu röð ljósmyndara í heiminum, heldur ekki síður vegna þess að viðfangsefni hans, maður og náttúra á norðurslóðum auk margs annars, hefur verið einstætt á heimsmælikvarða.

Til hamingju minn elsku RAXI!  Knús! 


mbl.is Ragnar Axelsson hlýtur umhverfisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði þurft aðvörun.

Ég gæti sagt hér dramatíska og ótrúlega sögu af 53ja ára gamla sögu af því hvernig malbik getur orðið flughált þegar rignir ofan í ryk á því. Hún er hins vegar of löng, en þegar byrjaði að rigna ofan í öskulagið, sem hafði sest á malbikið á götum Reykjavíkur urðu göturnar mjög hálar.

Þess vegna urðu svona margir árekstrar, - ekki vegna þess eins að göturnar urðu blautar. 

Þessi hálkuskilyrði eru miklu varasamari en hálka sem kemur þegar snjór fellur, því að hún sést alls ekki. 

Hér vantar þekkingu og aðgerðir, því að tugir árekstra og jafnvel slysa eru dýrt spaug. 

Í gamla daga þegar Kanaútvarpið var og hét voru gefin upp skilyrðin á götum herstöðvarinnar. Ég man í svipinn aðeins eftir einni skilgreiningunni: "Alfa limited." 

Þegar minnsti grunur er um að hálla sé á götum borgarinnar en venjulega þarf að vera fyrir hendi mæling við bestu skilyrði, til dæmis hemlunarvegalengd, og síðan gefið upp hve mikið hún hafi aukist. 

Annað, sem er mjög slæmt er það að ekki skuli, eins og víða sést erlendis, vera aðvörunarskilti þar sem alveg nýtt og eggslétt malbikslag hefur verið lagt, einkum þegar rignt hefur. 

Mér er kunnugt um býsna alvarleg slys, sem hafa orðið við slíkar aðstæður hér á landi, og einkum eru svona skilyrði hættuleg fyrir vélhjólafólk. 


mbl.is Mörgum varð hált á bleytunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband