19.9.2011 | 21:50
Hámark refskaparins.
Frakkar eru meðal þeirra sem hafa stutt herferðina gegn Gaddafi og í vikur og mánuði hefur hans verið leitað og reynt að koma honum fyrir kattarnef.
En enginn frýr honum vits, þótt mjög sé hann grunaður um græsku.
Nú kemur í ljós að Frakkar hafa léð honum huliðstjald sem veldur því að hann getur farið eins langt í átt til þess að vera ósýnilegur og nútíma tækni gerir kleift.
Enn eitt dæmið um það að meðan olíupeningarnir voru með í spilinu voru allir tilbúnir til þess að reyna að hafa hann góðan.
Og hinn slóttugi einvaldur nýtti sér það greinilega svo um munaði!
![]() |
Gaddafi á torséðan jeppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2011 | 21:44
Kominn tími á viðsnúning.
Þótt lið Fram hafi lengi vel í sumar nánast legið við botn deildarinnar, hafa orðin "lánlausir Framarar" verið notuð æ ofan í æ.
Hvað eftir annað töpuðu Framarar leikjum á síðustu mínútum eftir að hafa átt síst minna í þessum leikjum og liðið hefur leikið ágætlega í allt sumar.
Það hefur staðið uppi í hárinu á efstu liðum, og þegar siglingin á KR var hvað mest framan af móti gátu úrslit leiksins við KR-inga fallið á hvorn veginn sem var.
En það féll bara allt á móti Frömurum leik eftir leik.
Við slíkar aðstæður brotna lið oft, en það gerði Framliðið ekki, og nú hlaut að koma að því að lukkan félli loks með því.
Allt í einu er botninn galopinn og það er mest Frömurum að þakka.
![]() |
Dramatískur sigur Framara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2011 | 06:32
Einn af heimsviðburðunum á Íslandi.
Það var heimsviðburður þegar franska rannsóknarskipið Pourqouis pas? fórst við Mýrar fyrir 75 árum. Leiðangursstjórinn doktor Charcot var heimsþekktur vísindamaður og þetta mikla slys snart alla samtíðarmenn djúpt, jafnt erlendis sem hérlendis.
Útvarpað var til útlanda frá hinni stórbrotnu thöfn í Kristkirkju að loknu slysinu og móðir mín heitin sagði mér síðar frá því hve hrærð hún varð vegna þess að slysið bar upp á 15. ára afmælisdag hennar, hinn 16. september 1936.
Ekki síður snart það hana réttum fjórum árum síðar þegar frumburður hennar fæddist á afmælisdegi hennar.
Nú, réttum 75 árum síðar, á fyrsta Degi íslenskrar náttúru, er við hæfi að hugsa til hins mikla náttúrufræðings og mannvinar, Charcot, sem tengdist Íslandi órjúfanlegum böndum í gegnum örlög sín og ævistarf.
Tilkoma Dags íslenskrar náttúru mun styrkja þessi bönd enn frekar í framtíðinni. Hinn 16. september 2036 verða 100 ár liðin frá dauða Charcots á 25. Degi íslenskrar náttúru.
Charcot stundaði merkar vísindarannsóknir í norðurhöfum og við Ísland og Grænland. Þess vegna var það svo viðeigandi að Ragnar Axelsson, sem hefur orðið heimsþekktur fyrir ljósmyndun sína á þessum slóðum, skyldi fyrstur manna fá fjölmiðlaverðlaunin á þessum degi.
Það er eins og þessu hafi öllu verið stjórnað í 75 ár.
![]() |
Gáfu málverk af dr. Charcot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)