17.4.2012 | 22:04
Lesa það sem stendur á umbúðunum!
Ég hef verið coffein-fíkill alla tíð, en vegna þess að mér finnst kaffi vont, hafa cola-drykkir orðið fyrir valinu.
Alla tíð hefur réttilega verið bent á hve mikill sykur er í þeim drykkjum og í gegnum áratugina hefur þetta nálgast heilaþvott, hve sérstaklega mikill þessi sykur sé.
Fyrir fjórum árum gerðist það að ég varð vegna veikinda að kynna mér rækilega hvað færi ofan í mig og þá kom í ljós, mér til mikillar undrunar, að aðrir gosdrykkir voru með álíka mikinn sykur og hann ekkert hollari en í coladrykkjunum.
En mest var undrun mín yfir því hve margfalt meiri orka er í súkkulaði af öllum gerðum en í gosdrykkjunum og niðurstaða mín er sú, að í stað þess að henda á lofti alls konar tal um innihald fæðutegunda, sem oft eru fólgnar í síendurteknum fullyrðingum, sé einfaldast að lesa þetta beint af umbúðunum sjálfum.
En síðan er það annað undrunarefni að svo virðist sem nokkrar tegundir sælgætis séu undanþegnar skyldum um það að greina frá innihaldi þess á umbúðunum.
![]() |
Vanmat á sykurmagni í heilsudrykkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2012 | 16:21
Fær ekki það sem það vill og vill ekki það sem það fær.
Hvernig má það vera að á tíma kreppu og mikils atvinnuleysis sé á sumum sviðum óuppfyllt og "æpandi eftirspurn" eftir fólki með ákveðna menntun og hæfni?
Eitt af mikilvægustu verkefnum í nútíma samfélagi er samþætting framboðs og eftirspurnar í atvinnumálum. Eitt af einkennum íslensks atvinnulíf hefur verið viðleitning til að skapa störf við framleiðslu eða framkvæmtir, sem snúast um afurðir, sem hægt er að mæla í þyngdareiningum eins og tonnum.
Að "skaffa" slík atvinnutækifæri var og er höfuðstefnan, sem fylgt er í þessum málum.
En það er ekki nóg að skapa framboð ef eftirspurnin er ekki fyrir hendi.
Gríðarlegt framboð var á atvinnutækifærum við gerð Kárahnjúkavirkjunar en í stað þess að 80% starfsmanna yrðu íslenskir og 20% erlendir, var þetta alveg öfugt.
Lengi hefur verið talið að með því að skaffa nóg af atvinnutækifærúm við fiskvinnslu væri landsbyggðinni borgið. Samt hefur fólki fækkað jafnt á þétt þar sem þetta hefur verið trúaratriði, og ef ekki væri erlent vinnuafl að fá væri atvinnulífið víða stopp úti á landi.
Á öllum sviðum atvinnulífsins er vaxandi framboð á verkefnum fyrir fólk með þekkingu í verkfræði, tækni- og raunvísindum, og þar vex hátæknigeirinn hraðast.
En eftir fólks eftir þessari menntun er allt of lítið til að anna þörfinni. Það skýtur skökku við á tímum mikils atvinnuleysis og líklega er allt of lítið gert til þess að upplýsa fólk, einkum ungt fólk, um möguleikana á þessu svið.
Of lítil þekking á breyttum þjóðfélagsháttum og fastheldni við "hefðibundin" ráð til að skapa atvinnuætkifærir gæti verið skýringin á því að atvinnulífið markast af því að fólk fái ekki atvinnu af því tagi sem það vill og vill ekki atvinnu sem því býðst.
Umræðan snýst öll um að "skaffa" verklegar framkvæmdir fyrir fólk sem ekki hefur hlotið framhaldsmenntun, enda er brottfall úr framhaldsskólum hér á landi það mesta sem þekkist í okkar heimshluta.
![]() |
Æpandi eftirspurn eftir starfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.4.2012 | 12:39
Barnavinafélagið Sumargjöf.
Sumardagurinn fyrsti var hér áður fyrr kallaður dagur barnanna og á sínum tíma gengdi Barnavinafélagði Sumargjöf mikilvægu hlutverki varðandi hag barna og barnafjölskyldna.
Ég minnist leikskólanna eða dagheimilanna Suðurborgar og Steinahlíðar í Reykjavík, sem félagið gekkst fyrir að væru rekin barnafjölskyldum til heilla.
Það er góð hugmynd að klæða sumardaginn fyrsta, þennan einstæða íslenska hátíðis- og frídag, inn í sérstaka barnamenningarhátíð ár hvert.
![]() |
Barnamenningarhátíð sett í Hörpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)