Ísland kom til Reykjavíkur á hádegi í dag.

Aðventan leið, jólin, áramótin  og þrettándinn liðu og komið var fram yfir miðjan janúar án þess að stanslaus söngur laga um jólasnjóinn í tvo mánuði virtist ætla að hafa minnstu áhrif á sumarveðrið sem lék lausum hala vikum saman.

Þegar litið var út um gluggann um hálf tólf leytið í morgun virtist enn allt við hið sama, en þegar komið var út kortéri síðar kygndi niður niður hnausþykkri hundslappadrífu í þeim mæli sem íslenska vetrinum er einum lagið, varla mögulegt að hafa undan við að skafa snjóinn af bílnum. 

Þorrinn kominn á hálftíma beint ofan í haust sem var tveimur mánuðum lengra en almananakið segir til um. 

Ef þetta er ekki Ísland, þá hvað?  

 


mbl.is Loksins snjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jökulsárgangan 2006 skilgreind sem umhverfishryðjuverk.

Það hefur farið eins og siðuhafi hefur lengi óttast, að 20 ára gömul síbylja um að umhverfis- og náttúruverndarfólk sé hryðjuverkafólk færi smám saman að hafa þau áhrif, að meira að segja yrði farið  að taka þessa skilgreiningu góða og gilda í opinberum skýrslum háskólastofnana og hjá háskólamenntuðu fjölmiðlafólki. 

Dæmi um þetta var heil myndskreytt fréttaskýringaropna í Fréttablaðinu í fyrrasumar um umhverfishryðjuverk í íslenskri sögu. 

Tilefni þessa yfirlits yfir íslensk "umhverfihryðjuverk" var sýning kvikmyndarinnar "Kona fer í stríð".

Meðal tilgreindra umhverfishryðjuverka í þessari fréttaskýringu var fjölmennasta mótmælaganga síðustu áratuga, Jökulsárgöngan 26.september 2006. 

Á ljósmynd af göngunni var sýndur fremsti hluti hennar og því sýnt skilmerkilega hvaða hryðjuverkafólk bæri ábyrgð á því að á bilinu 10-15 þúsund Íslendingar tóku þátt í þessu hryllilega voðaverki.  (Sjá nánar skilgreiningar orðabóka á orðunum hryðjuverk og terrorist) 

Með síðuhafa fremst á þessari mynd voru meðal annarra frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og ljósmyndari, handhafi hinna íslensku bókmenntaverðlauna.

Orðin hryðjuverk og hroðalegur er náskyld og í orðabókum eru orðin hryðjuverk og hryðjuverkamaður birt sem íslensk þýðing á erlendu orðunum terrorism og terrorist, fólki sem notar illvirki og voðaverk á borð við manndráp til þess að skapa ótta, ógn og skelfingu með hræðilegum og hryllilegum aðgerðum.

Jökulsárgangan 2006 fór friðsamlega, hljóðlátlega og virðulega fram með fullu leyfi yfirvalda.

Siðuhafa rann til rifja skilgreiningin á samferðafólki hans í göngunni í umfjöllun baðsins og hringdi því í blaðið til að vekja athygli vaktstjóra á augljósu misræmi á alþjóðlegum skilgreiningum og hinni nýju skilgreiningu blaðsins.

Ekkert gerðist í því máli mér vitanlega, þannig að skilgreining blaðsins stendur.   

 


mbl.is Skoða þurfi skýrsluna í ljósi gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband