Skjálfti og hugsanlega smágos við Hamarinn undanfari hamfara 1996.

Gjálpargosið á milli Grímsvatna og Bárðarbungu 1996 var að ýmsu leyti tímamótagos að því leyti, að því höfðu þau eldgos, sem vart hafði orðið við næstu aldir á undan yfirleitt orðið í Grímsvötnum eða hugsanlega í Kverkfjöllum í eitt eða tvö skipti. Jarðskjálfti Hamarinn okt 19

Á undan Gjálpargosinu hafði komið hafði komið hörð jarðskjálftahrina við Hamarinn, sem menn veltu síðar fyrir sér hvort hefði orðið vegna lítils eldgoss, þar sem kvikuhreyfingin komst ekki upp á yfirborðið. 

Þetta leiddi hugann að því hvort þetta hefði verið undanfari Gjálpargossins. 

Nú má sjá á jarðskjálftakortum, að stundum virðist vera eins konar jarðskjálftalína frá Grímsvötnum um Dyngjujökul og Öskju norður til Herðubreiðar. 

Skjálftinn austan Hamarsins núna (græna stjarnan)  er því athyglisverður. 


mbl.is Jörð skalf við Hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband