Bæði málvilla og rökvilla í fréttum um að "dekk hafi verið losuð."

Á venjúlegu reiðhjóli eru tvö hjól, framhjól og afturhjól. Meginhluti hvors hjóls er gjörðin (felga á bíl) og utan á gjörðinni (felgunni)  er síðan áfast dekk. Á dekkinu er síðan ventill. 

Ef einhver færi að taka upp á því að segja þannig frá því að framhjól hafi verið losað, að ventillinn hafi verið losaður, myndi rökvilla blasa við. 

En það er jafnmikil rökvilla að lýsa losun á framhjóli þannig að dekkið hafi verið losað. 

Í öllum tilfellunum sem hinar mörgu fréttir greina frá, hefur framhjólið verið losað þar sem það er fest við gaffalinn. 


mbl.is Erfiðara að losa framdekk ef það er fest með dragbandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband