Er Citroen C3 "örbíll"?

Oft er erfitt að draga mörkin á milli stærðarflokka bíla, og getur slíkt verið vandasamt. 

Í tengdri frétt á mbl.is er sagt, að Citroen C1 sé "örbíll". Citroen C1

Lítum á málið og rifjum upp hugtakið í gegnum árin. 

Sumt er óumdeilanlegt eins og það, að fyrir um 60 árum voru Mini, Fiat 500 og 600, Renault 4CV og NSU Prinz minnstu og ódýrustu bílarnir, sem seldust að einhverju marki í Evrópu. 

Það var sameiginlegt þessum bílum, að hjólhaf þeirra var í kringum 2 metrar, breiddin í kringum 1,40 og þyngdin milli 500 og 600 kíló. 

Hjólhafið segir meira um eðli þessara bíla en heildarlengdin, vegna þess að hjólhafið ræður svo miklu varðandi innanrýmið. ÁST.Mars 14

Hámarkshraði þessara bíla var á bilinu 95-116 km/klst enda vélaraflið aðeins 18-35 hestöfl. 

Sumir voru framleiddir í grunninn óbreyttir í áratugi, svo sem Mini og Fiat 500, sem voru fremleiddir til 2000, Fiatinn að vísu með heitinu Fiat 126 með breyttri yfirbyggingu 1972-2000. (Sjá mynd)  

Kannski hefði á þessum forsendum verið hægt að gefa þeim stærðarheitið "örbílar". 

Undanfarin ár hafa minnstu og ódýrustu bílarnir, sem hafa selst að einhverju narki hér á landi verið systurbílarnir þrír, Toyota Aygo, Citroen C1 og Peugeot 108, Suzuki Alto, og Kia Picanto og Hyundai i10, en þeir tveir síðastnefndu eiga svo margt sameiginlegt, að það jaðrar við að hægt sé að kalla þá systurbíla. . Suzuki Alto´2014

En ansi mikill stærðarmunur og þyngdarmunur er á þessum nútíma smábílum og minnstu og ódýrustu  bílunum í kringum 1960. 

Hjólhafið er hvorki meira né minna 40 sentimetrum meira, breiddin 20 sentimetrum meiri og þyngdin 300 til 400 kílóum meiri. 

Þeir ná 155-170 km/klst hraða eða 40-55 prósent meiri hraða en minnstu og ódýrustu bílarnir fyrir 50 árum.  

Það er álíka mikill hraði og stórir fólksbílar náðu 1960. Smart 2019

Breidd þessara snábíla okkar tíma, bæði að innanmáli og utanmáli, er álíka mikil og á millistærðarbílum upp úr miðri síðustu öld. 

Þess vegna getur það verið ofmælt að flokka þessa smábíla, sem rúma ágætlega fjóra í sæti, örbíla.  

Það heiti á frekar við Smart, sem er aðeins 2,69 m langur og með aðeins 1,84 m hjólhaf. 

Hjólhafið er hvorki meira né minna um 60 sm minna en á Citroen C1 og kó, og heildarlengdin um 65 sm styttri, og þetta er svo mikill munurm að ef Citroen C1 er örbíll, vantar alveg heiti á stærðarflokkinn, sem Smart, seldur í tugþúsundum eintaka árlega,  er í, ásamt Toyota iQ, Renault Twizy, Microlino og Tazzari Zero. 


mbl.is Örbíll selst best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturför á vissum sviðum sjúkraflugs á hálfri öld?

Fyrir rúmri hálfri öld hófu hugsjónaauðugir flugmenn sjúkraflugþjónustu á Ísafirði og í Vestmannaeyjum. 

Eitt af ánægjulegasta fluginu á þeim árum á flugkennsluárum mínum var að fljúga sem eins konar guðfaðir með Herði Guðmundssyni á nýkeyptri flugvél hans, TF-AIF, vestur, en nokkrum árum áður hafði Guðbjörn Charlesson stundað flug frá Ísafjarðarflugvelli. 

Í tengdri frétt er rakið, hve miklu það getur seinkað sjúkraflugi frá Ísafirði að hafa sjúkraflugvél, sem þjónar svæðinu, ekki með miðstöð vestra, heldur á Akureyri. 

En það segir ekki alla söguna, því að vegna veðurskilyrða og landfræðilegra aðstæðna, er oft hægt að fljúga frá Ísafirði þegar ekki er hægt að fljúga til Ísafjarðar.

Að þessu leyti hefur tæknileg afturför orðið fá því sem var fyrir hálfri öld. 

Það er ekki hægt að breyta þessu með því að segja að þetta sé ekkert mál, því að hægt sé að afgreiða flugið með þyrlu þegar flugvél er ekki fyrir hendi. 

En flug á þyrlu er um það bil fimm sinnum dýrara en flug á samsvarandi þyrlu og þyrlur hafa ekki jafnþrýstiklefa. 

Þar að auki hefur hátækni í lækningum orðið svo algeng, að þörfin fyrir sjúkraflug er meiri en var fyrir 50 árum.  

 


mbl.is Segja stöðu sjúkraflugs óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband