"Viðskiptastríð" og "viðskiptaárás" er því miður rétt lýsing.

Það er hægt að heyja stríð á fleiri vegu en að senda herlið í stríð. Svonefnt viðskiptastríð getur nefnilega valdið miklu tjóni, þótt ekki sé um mannfall að ræða.

Og Danir nota hikstalaust orðið "viðskiptaárás" á tilefnislausa aðför Trump-stjórnarinnar að útflutningi Dana til Bandaríkjanna á sínu rómaða svínakjöti. 

Og 100 prósenta refsitollur í fyrra á hagkvæmar Bombardierþotur bara fyrir það hve góðar þær eru, sýnir í raun uppgjöf Bandaríkjamanna, því að í svona aðgerðum birtist aðeins það, að eina rétta leiðin til þess að "make America great again" er ekki að reisa tollmúra, heldur að bæta eigin framleiðslu. 

Því, - það sem verra er, að rétt eins og að í flestum styrjöldum tapa allir þegar upp er staðið, hefur það verið marg reiknað út að í viðskiptastríðum tapa allir á endanum. 

Það var af þessum tveimur ástæðum, sem hinar frjálsu þjóðir heims reyndu að læra af afleiðingum Heimsstyrjöldartímans 1914-1945, og innleiða sem frjálsust viðskipti. 

Refsitollur á evrópskar flugvélar verður vel þeginn hjá Boeing verksmiðjunum, sem hafa verið að súpa seyðið af göllum eigin framleiðslu, sem eiga rót í þeirri mörkuðu stefnu frá því fyrir 20 árum að taka markaðssjónarmið fram yfir öryggissjónarmið "ef nauðsyn krefði."  


mbl.is Viðskiptaárás, segja Danir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband