Tyrkir nýta sér stöðu sína á milli Kana og Rússa.

Erdogan Tyrklandsforseti spilar djarfan en slunginn leik í stefnu sinni þegar hann nýtir sér þá sérstöku stöðu, sem land hans hefur á mörkum Evrópu og Asíu, þar sem hernaðarhagsmunir Bandaríjamanna og Rússa skarast beint við suðausturmörk NATO.  

Erdogan dansar á línu þegar hann semur við Rússa um vopn, sem hann geti notað gegn beitingu bandarískra vopna sem hann fær sem NATO þjóð. 

Tyrkir frömdu svakalegt þjóðarmorð á Armenum snemma á síðustu öld sem þeir hafa aldrei beðist afsökunar á og nú hugsa þeir sér gott til glóðarinnar að ganga frá Kúrdum, jafnvel þótt það kosti að þeir hertaki hluta af landi nágrannaþjóðar sinnar Sýrlendingum til þess að komast að fórnarlömbum sínum.  

Sú kúvending Trumps að draga Bandaríkjamenn út af svæðinu gerir það mögulegt að Tyrkir sæki inn í það tómarúm, sem fall ISIS skildi eftir sig, á eftir að valda óvissu og óróa, sem erfitt gæti reynst að ráða við, að ekki sé nú talað um að kúga Kúrda með hervaldi. 


mbl.is „Hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

24 ára flensuleysi á enda - slæmar fréttir og góðar fréttir.

Víst er flensan ólíkindatól eins og segir í fyrirsögn á mbl.is. Slíkt fyrirbæri getur valdið óvissuástandi, sem gerir mat á aðstæðum erfitt og hættu á því að taka rangar ákvarðanir hvað snertir flensusprautur. 

Nefna má eitt dæmi, sem kannski er hægt að draga einhverni lærdóm af. 

Síðuhafi hafði ekki fengið flensusprautur í 24 ár og aldrei fengið pest, fyrr en það breyttist skyndilega síðasta vetur. 

24 árin höfðu fær með sér andvaraleysi og pestin, sem dundi óvænt yfir var það 

skæð að lungnabólga fylgdi með og þar með lungabólgusprauta í vor í fyrsta sinn á ævinni.  

Eins og svo oft voru þetta ekki bara slæmar fréttir, heldur birtist þarna líka góð frétt. 

Auðvitað var það slæm frétt að 24 ára pestaleysi væri á enda og að hér eftir yrði að passa vel upp á nauðsynlegar sprautur. 

Góðu fréttirnar voru hins vegar þær til lengri tíma litið að hafa losnað við samtals margra vikna veikindi öll þessi ár með tilheyrandi veikindadögum, þannig að síðustu 22 árin í fastri vinnu, hafði aldrei þurft að taka og skrá einn einasta veikindadag í afar áhugaverðu og gefandi starfi. 

Þetta minnir á það þegar faðir síðuhafa varð 18 ára 1940 og bílpróf gaf honum möguleika á að kaupa vörubíl og fara að vinna í Bretavinnunni, þar sem voru mikil uppgrip. 

Hann valdi sér bíl sem sambýliskona hans þótti frekar hrörlegur en fékk þau andsvör, að bíllinn hefði aldrei þurft að fara á verkstæði. 

Kaupin voru því gerð, en þá brá svo við að yfir bílinn helltust stanslausar bilanir og voru hjúin því þeim degi fegnust, þegar hægt var að losa sig við hann og kaupa nýjan bíl, sem dugði vel í uppgripavinnu stríðsáranna. 


mbl.is Inflúensan ólíkindatól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband