Kommatittir í hverju horni.

Joseph McCarthy varð heimsfrægur á fyrstu árum sjötta áratugarins fyrir að sjá kommatitti í hverju horni í Bandarikjunum. 

Hér heima var einnig lenska að allir þeir, sem ekki voru hægri menn væru kallaðir kommar. 

Maður hefði haldið að eftir lok Kalda stríðsins myndi þessi kækur hverfa, en þegar litið er á sumar bloggsíðurnar um þessar mundir má sjá, til eru þeir sem sjá kommúnista í hverju horni, nú síðast stjórnlagaráð í heillu lagi og sveitarstjórnir um allt land. 

Þessi árátta hefur að vísu gosið upp á blogginu aftur og aftur en virðist nú stefna í að ná nýjum hæðum. 

Tökum dæmi úr stjórnlagaráði. 

Formaðurinn var Salvör Nordal, systur Ólafar heitinnar Nordal, sem þá var varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þokkalegur kommatittur það.

Varaformaður var Ari Teitsson, fyrrum frambjóðandi Framsóknarflokksins og formaður Samtaka sauðfjárbænda. Þokkalegur kommatittur það. 

Í rannsókn DV á stjórnmálastarfi stjórnlagaráðsfulltrúa kom í ljós að meirihluti, 13 af 25, höfðu starfað fyrir stjórnmálaflokka. 

Flestir þeirra höfðu starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða fimm og einn hafði bæði verið Alþingismaður og borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þokkalegur kommatittur það og heldur betur svakalegur kommatittaflokkurinn sá!

Þrír höfðu tengst Framsóknarflokknum, þeim harðsvíraða kommatittaflokki, og því drjúgur meirihluti 13 menninganna búinn að leggja Sjalla-Framsóknar ríkisstjórnum lið, þeim forstokkuðu kommatittaríkisstjórnum!


Bloggfærslur 12. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband