Einföld saga; hlutverkaskipti Íslendinga.

Þegar víðar er litið yfir sviðið, sem Kveikur fjallaði svo eftirminnilega um í gærkvöldi, birtist óumdeilanleg heildarmynd, sem Íslendingum er kunnug frá sögu sinni:

Öflug þjóð af auði, tækni og menntun rænir fátæka þjóð arði af auðlindum sínum. 

Það gerðu Bretar fyrrum á Íslandsmiðum og fluttu arðinn af fiskiauðlindinni til Bretlands. 

Íslendingar þurftu að heyja þrjú þorskastríð 1958-61, 1972-73 oh 1975-76 auk ígildis Þorskastríðs 1952 og áfram til þess að verja miðin fyrir ofveiði og ná yfirráðum yfir auðlindalandhelginni. 

Nú eru Íslendingar hins vegar að snúa þessu alveg við: Sækja hart að miðum fátækrar Afríkuþjóðar og flytja arðinn úr landi,  


mbl.is Eva Joly dáist að hugrekki Jóhannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik tregðu í stýrinu á leið til Akureyrar.

Í sögu alvarlegra slysa og banaslysa má sjá þær niðurstöður í mörgum tilfellum, að líkleg orsök hafi verið að annað hvort hafi ökumaðurinn dottað eða sofnað, eða misst athygli við aksturinn. 

Þess vegna er athyglisverð sú viðleitni í bílaframleiðslu að búa til sjálfvirkt öryggisstýrikerfi, sem geti aðvarað ökumann í slíkum tilfellum nógu tímanlega eða jafnvel gripið í taumana. 

Í reynsluakstri frá Reykjavík til Akureyrar í ágúst á Opel Ampera-e vakti það athygli, að einstaka sínnum þegar ekið var þráðbeint áfram á réttum vegarhelmingi og ætlunin var að hreyfa stýrið örlítið, var eins og að tregða kæmi í það eitt augnablik þannig að fylgja þurfti handtakinu örlítið eftir. 

Þess ber að geta að stjórn á stefnu hvers bíls felst í raun í því að nota ótal litlar hreyfingar til þess að halda kúrsinum mjúklega. 

Í þeim tilfellum, sem ofangreind stýrishegðun kom fram, var oftast um það að ræða að færa bílinn frá miðju vegar við mætingar eða að þræða betri leið á malbikinu, stundum vegna niðurgrafinna hjólfara eða annarra smáatriða. 

Þegar spurt var um þessa hegðun bílsins fengust þær upplýsingar að sjálfvirkt kerfi væri í stýrisbúnaðinum sem ætti að draga úr hættu á því að dotta við stýrið eða missa athyglina. 

Ef ökumaðurinn væri búinn að halda stýrinu grafkyrru einhverja stund en ætlaði síðan að breyta örlítið um stefnu, væri þessi sjálfvirki búnaður að bregðast við þeim möguleika, að hin nýja stýring ökumannsins gæti verið vegna þess að hann væri að dotta eða missa athyglina.

Tregðan í stýrinu virkaði eins og smá athugasemd eða ígildi varnaðarorða frá búnaðinum til ökumannsins um að halda sig við efnið. 

Þessi útskýring virkaði vel á ökumanninn þegar vel var að henni gætt, og var þessi tæknivædda umhyggja vel þegin,- allur varinn góður. 

Auðvitað verður seint komið í veg fyrir öll slys, en hvert það atvik, þar sem viðvörunarbúnaður getur náð árangri, er ómetanlegur. 


mbl.is Sofnaði líklega eða missti athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagatorgið ekki jafn hringur og mætti setja það á safn.

Hagatorg var strax í byrjun ekki jafn hringur, heldur var það með lymskulega krappri beygju gegnt suðurenda Bændahallarinnar. 

Ef ekið var eins hratt upp við graseyju torgsins og unnt var, skrikuðu sumir bílar hressilega þegar farið var um fyrrnefndan kafla hringsins. 

Á einstaka bíltegundum þessa tíma krarfðist það ítrustu akstursfærni að halda þeim alveg inni við hringinn, og var Skoda 1000 MB og 120 alveg sérstaklega varasamur að þessu leyti þegar hann skvetti afturendanum hressilega til. 

Torgið er því svo sannarlega svo einstakt hvað fleira snertir en þrengingar og staðsetningu strætóskýlis, að það mætti setja það í heilu lagi á safn. 


mbl.is Hagatorg er sagt óhefðbundið og því ekki farið að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband