Tesla 3 rúllar Benz, Áudi og BMW upp!

Þýsku bílablöðin Auto Motor und Sport og Auto Zeitung hafa lengi verið með virtustu og bestu bílablöðum heims. Þótt Þjóðverjarnir séu meðvitaðir um gæði bestu þýsku bílanna, leggja þeir sig fram um að vanda alla umfjöllun sína, ekki hvað síst í viðamiklum akstursprófunum og samanburði á milli bíla. Forsíða Auto

Eitt hið óvæntasta og óvenjulegasta á því sviði verður að telja samanburð á Tesla 3 og eðalbílum frá Benz, Audi og BMW í nýju hefti tímaritsins Auto Zeitung, dagsettu 30. október. 

Algengustu prófanir þýsku bílablaðanna eru á milli bíla, sem eru í sama stærðar- og verðflokki, en Benz, BMW og Audi bjóða ekki upp á slíkt enn á einu bretti gagnvart Tesla 3. 

Því er farin sú frumlega en sanngjarna leið að taka í samanburðinn við Tesluna þrjá bíla, sem eru af svipaðri stærð, þyngd og afli, en þó ekki hreinir rafbílar. Forsíða Auto nær

Þetta eru Benz C300 dísil-tengiltvinnbíll, BMW 330 e bensín-tengiltvinnbíll og Audi S4 TDI dísilbíll.  

Útkóman er bomba, miðað við það sem búast hefði mátt við af svona sterkum eðal millistærðarbílum:  Teslan rúllar þeim upp á nær öllum sviðum, snerpu, afli, rými, þægindum o.s.frv. 

Fyrirsögnin segir sína sögu: "Warum Tesla winnt", "hversvegna Tesla vinnur."

Tesla 3 er svo viðbragðsfljót, að meira að segja ofurbíll eins og Porche Carrera dugir ekki til að vinna hann í spyrnu 0-100 km/klst. 

Teslan er aðeins 3,4 sekúndur!

Í stóru stigatöflunni er munurinn á þýsku eðalbílunum sáralítill og keppnin afar hörð, aðeins sjónarmunur á milli Benz, Audi og BMW. 

En Teslan vinnur þá með áberandi mun. 

Fyrir aðeins nokkrum árum hefði svona útkoma verið óhugsandi. 


Bloggfærslur 15. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband