Stjörnustríðsdraumurinn um yfirráð í geimnum endurvakinn.

Á tíma Ronalds Reagan í Hvíta húsinu voru lagðir fram mikilfenglegir draumar um geimher og geimhernað að þær hlutu heitið "Stjörnustríðsáætlunin." 

Hún byggðist á þeirri hugsun að geimher og geimvarnir Bandaríkjanna yrðu svo með slíka yfirburði í geimnum, að engar eldflaugar óvinanna kæmust þar í gegn. 

Bein afleiðing þessa hefði auðvitað orðið sú, að Bandaríkin yrðu einráð í geimnum og gætu hótað hvaða þjóð sem væri útrýmingu án þess að óttast nokkra viðspyrnu. 

Þessi draumur tekur fram öllum fyrri draumum í mannkynssögunni um heimsyfirráð, því að jafnvel Hitler og Stalín óraði ekki fyrir að þeir gætu náð geimyfirráðum í viðbót við yfirráð yfir jörðinni.

Glæsilegra dæmi um að gera Bandaríkin "great again" er erfitt að hugsa sér.  

 


mbl.is Tillaga um „geimher“ send til þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki aðeins loftslagsmál, heldur líka þverrandi auðlindir.

Frá miðri síðustu öld og fram að 1990 lögðu Íslendingar í miklar fjárfestingar við að byggja hitaveitur um allt land til að hita upp hús með innlendum hitagjafa í staðinn fyrir kol og olíu, sem fram að því höfðu verið notuð. 

Upp úr 1980 dundi olíukreppa yfir og þá munaði litlu að við kollsigldum okkur við þetta þegar verðbólgan komst upp í 130 prósent snemmsumars 1983.  

En þegar frá leið kom í ljós að ef á heildina var litið og til langs tíma borgaði þetta sig. 

Þeir menn, sem nú afneita sem óðast nauðsyn þess að skipta úr erlendum og mengandi orkugjöfum yfir í innlenda og hreina orkugjafa eru í raun að gera það sama og ef hér hefði verið harðsnúinn hópur valdamanna, sem hefði afneitað nauðsyn þess að losa okkur við kolin og olíuna til húsaupphitunar hér fyrr á tíð. 

Það mikilvægt að muna þetta, því að orkuskiptin ein og sér eru óumdeilanlega nauðsynleg, hvort sem trúa því að loftslagsmálin séu mikilvæg eða afneita því með öllu. 

Olían er takmörkuð auðlind, eins og sést á því að sjálfir Sádi-Arabar eru að undirbúa mikla kjarnorkuvæðingu í landi sínu, sem þó hefur búið yfir ódýrustu vinnslu olíunnar. 

Þeir vita að það getur komið sér vel að treina olíubirgðirnar, bæði til þess að viðhalda markaðaðstöðunni á olíumarkaðnum og þeim völdum, sem hún gefur og einnig til þess að skiptingin yfir í aðra orkugjafa verði auðveldari.  


mbl.is Mikil vitundarvakning á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa horfur á verkföllum einhver áhrif?

Margar spurningar vakna þegar gætt er að því að einmitt á mjög viðkæmu stigi viðræðna WOW við Indigo Partners séu kjaradeilur líka á mjög viðkvæmu stigi. 

Það vekur spurningu um hvort Indigo Partners muni nýta sér þetta óvissuástand og reyna að knýja fram hagstæðari samninga fyrir sig. 

Eða jafnvel að notfæra sér ástandið til þess að bakka út úr viðræðunum. 

Að sama skapi er umhugsunarefni fyrir aðilana að kjaradeilunum hve langt eigi að ganga í þeim, því að afbókanir og raskanir á fyrirætlunum ferðafólks, jafnvel varðandi fjölmennar ráðstefnur, gætu haft keðjuverkandi áhrif. 


mbl.is WOW air fær mánaðarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband