Auðvelt að hefja stríð og skeyta ekkert um afleiðingarnar.

Það er því miður auðvelt að hefja stríð og skeyta ekkert um afleiðingarnar. Hernaðarsagan geymir mörg dæmi um þetta. 

Þjóðverjar dulbjuggu menn sem póska hermenn og settu á svið þegar þeir réðust yfir á þýskt landssvæði 1. september 1939.  

Hitler hélt að Bretar og Frakkar myndu ekki segja Þjóðverjum stríð á hendur þótt þýskur her réðist inn í Pólland, en misreiknaði sig herfilega í þeim efnum. 

Heimsstyrjöldin endaði réttum sex árum síðar. 

Það að senda dróna á loft yfir á svæði, sem erfitt er að sanna hvort sé í lofthelgi óvinaþjóðar, er auðveld aðferð til að hefja stríð, ef dróninn er skotinn niður. 

Trump hefur markvisst unnið að því að rífa niður og ógilda samninga, sem búið var að gera við Írani, og nánast allt sem hann segir veldur vaxandi óvissu og spennu, eykur ófriðarhættuna, hækkar olíuverð á heimsmarkaði og býr til nýjar ástæður fyrir því að stigmagna stríðshættuna. 

 


mbl.is Olíuverð hækkar í kjölfar tísts Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraverndarákvæði í stjórnarskrá!

Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er með einu stuttu en ákveðnu ákvæði um dýravernd. Miðað við það hvernig jarðarbúar leika margir hverjir dýrin, sem eru uppistaða fæðu þeirra meira en sjö milljarða manna, sem búa á jörðinni.  

Fréttir frá Noregi koma ekki á óvart, og hér á landi var það réttlætt fyrir nokkrum misserum að gelda grísi ódeyfða. 

Slæm fóðrun skýtur líka oft upp kollinum, og rétt eins og að í nýrri stjórnarskrá sé ákvæði um meðferð lands og landsgæða er ekki síðri ástæða fyrir ákvæði um dýravernd. 


mbl.is Vill þessi stétt vakna á morgun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband