"Raftítlurnar" ryðja sér víða til rúms.

Miklar framafarir eiga sér nú stað í gerð og notkun rafreiðhjóla og rafvespuhjóla víða um heim og síðustu misserin hafa þau minnstu, rafknúin hlaupahjól, bæst við. microlino-car-red-back-002

Þau eru flest það miklu minni en rafreiðhjólin, að orðið "títla", sem er notað um lítil skorkvikindi, getur vel átt við í nýyrðinu "raftítla."

Þess má geta að sömu Svisslendingarnir hafa hannað og framleitt litla tveggja sæta rafbíllinn Micronlino hafa framleitt raftítlur í nokkur ár og sýna myndir af því, hvernig hægt er að hafa raftítlu um borð í 300 lítra farangursrými Microlino til að skjótast um þar sem hinn örlitli bíll er ekki nógu lítill. microlino-wim-founding

Sumar títlurnar er hægt að brjóta saman og setja ofan í tösku. 

Fyrir rúmu ári sást engin raftítla í Brussel, en í vor lágu þær sums staðar eins og hráviði í borginni til afnota fyrir það fólk, sem slíkt farartæki hentaði vel í borgarþrengslunum.  

Þetta er þróun, sem er á algeru byrjunarstigi, en í Þýskalandi hefur þegar litið dagsins ljós reglugerð þar sem títlurnar eru ekki leyfðar á gangstéttum. 

Og rétt eins og í upphafi bílaaldar, eru fyrstu slysin farin að gerast, þeirra á meðal fyrsta banaslysið í Englandi, þar sem þekkt stjarna af Youtube lést eftir árekstur við sendibíl. 

Sumt af því fólki, sem sjá mátti þjóta um á raftítlum í Brussel í vor, fór ansi geyst og virtist ekki vera nógu meðvitað um það hve gersamlega berskjölduð manneskja á raftítlu er. 


mbl.is Hjólarisi horfir til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keisaranum borgað það sem keisarans er?

Sérkennilega málið varðandi kyrrsetta þotu leiguflugfélgsins AlC er nú komið á nýtt stig og gæti þess vegna verið lokið. Það hefur verið tilfinning fyrir þessu máli að allan tímann hafi verið eitthvað bogið við það, hvernig það hefur blásist út, velkst og dregist á langinn. 

Gott er, ef nú er fundinn fljótvirkur og óumdeilanlegur ferill fyrir svona mál í framtíðinni, ef þau koma upp. 


mbl.is ALC leggur Isavia og fær þotuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband