Þegar "minna er meira" - og A320neo er meira en Max.

Flyadeal flugfélagið, sem hefur hætt við að kaupa Boeing 737 Max og hyggst kaupa Airbus 320 neo í staðinn,  er ekki eina flugfélagið sem vinnur í því að fara út í jafn rótttæka aðgerð.  

Í fréttum um daginn kom fram, að þessi kostur væri til skoðunar hjá Icelandair og miðað við langvarandi tryggð Icelandair við Boeing í 52 ár eru miklu fleiri flugfélög, sem ætluðu að kaupa Max, að skoða svipað skref. 

Áhrifin á innviði starfrækrslu og reksturs flugfélaga af því að nota ákveða gerð flugvéla, hafa mikil áhrif á reksturinn. 

Bæði Boeing og Airbus hafa lagt mikla áherslu á að samþætta rekstur véla af mismunandi gerðum sem allra mest.  Það á ekki aðeins við um gerð stjórnklefans og stjorntækjanna, sem getur verið hin sama á mörgum tegundum framleiðandans og dregið úr kostnaði við þjálfun og viðhalds réttinda flugliðanna, heldur á svipað um um viðhald vélanna. 

Flest flugfélög verða því að gera það upp við sig, hvort þau ætla að vera eingöngu með Boeing vélar eða eingöngu Airbus vélar, og ef Icelandair telur sig á annað borð knúið til að fara af Boeing 737 Max yfir á Airbus 320 neo, verður helst að stíga skrefið alla leið og fara með allan flotann yfir til Toulouse. 

Allt málið hefur snúist um nýja, stærri og mmiklu sparneytnari hreyfla, sem knýja bæði Max og Neo. 

Vegna þess að 737 var hönnuð fyrr, var það stefna hjá Airbus að samsvarandi vélar hjá þeim yrðu aðeins stærri á flesta lund. 

Það bitnaði á 737, og í staðinn fyrir að hanna nýja miðju vélar fyrir hærri hjólaleggi og nýtt og stærra stél, var ákveðið að færa hreyflana fram og upp á vængnum á róttækan hátt og leysa þannig vandamál vegna nýrra þyngdar- og lyftihlutfalla þotunnar án þess að þurfa að fara í gegnum dýrar breytingar og tímafrek breytingu á tegundarskráningu. 

En til þess að þetta væri hægt, þurfti að hanna´til öryggis mikið og flókið tölvustýrt sjálfstýringarkerfi, sem ekki þurfti á Áirbus 320 Neo. 

Dæmið hefði gengið upp ef kerfið hefði verið öruggt, en annað kom á daginn. 

Og endurteknar framlengingar á kyrrsetningu Max minna óþægilega á svipað ástand, sem entist í þrjú ár hér um árið varðandi Boeing 787 Dreamliner. 

Þess vegna blasir við óþægileg mynd við Boeing. Það er kaldhæðni örlaganna, að Airbus, sem í upphafi innleiddi tölvustýrt stýrikerfi (Fly-by-wire) og tók á sig að lækna barnasjúkdóma þess kerfis, en kom þannig út úr því að það hafði áhrif í öllum bransanum. 

En í tilfelli Max-vélanna virðist hafa verið gengið of langt í að setja hátimbrað og mikið tölvukerfi til að vinna gegn ókostum þess að hugsanlega er búið að breyta þotunni of mikið.

Og það má bregða upp einfaldri mynd: 

1. Að kaupa Airbus 320 Neo, sem þarf ekkert sérstakt og mikið tölvukerfi til að vinna gegn ókostum flugeiginleika. 

2. Að bíða eftir því að Boeing 737 Max geti flogið með því að nota "sérstakt og mikið tölvustýrt kerfi" til að geta flogið örugglega. 

Stundum er haft á orði við gerð listrænna verka: "Less is more," "minna er meira." 

Verkið verður betra við það vera minnkað. 

Og því verður ekki neitað varðandi Airbus 320 Neo, að tölvukerfi, sem ekki er þörf fyrir í þotunni, bilar aldrei, svo að notað sé afbrigði af speki Henry Ford. 

 

 

 

 


mbl.is Hætta við kaup á MAX-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stilling kom í veg fyrir árás Ísraelsmanna á Írak. Hvað nú?

Í stríði Saddams Husseins við Bandaríkin og bandamenn þeirra reyndi hann að egna Ísraelsmenn til að blanda sér beint í stríðið, og lét Saddam gera eldflaugaárásir á Ísrael. 

Sem betur fór, fóru Ísraelsmenn að ráðum bandamanna sinna og stilltu sig um að svara árásunum, heldur einbeittu sér að því að skjóta írösk eldflaugarnar niður.  

Bandamenn sigruðu íraska herinn og hættunni á stórstyrjöld í Miðausturlöndum var bægt frá, því að víst er, að ef Ísraelsmenn fara í stríð í Miðausturlöndum, er fjandinn laus. 

Ástandið núna er miklu flóknara, og ekki bætir úr skák, að forseti Bandaríkjanna hefur sýnt, að aðeins tíu mínútur geti skipt sköpum um það, hvort hann ræðst á Íran. 

Ummælum Netnyahu kann að vera ætlað að hvetja aðildarríkin að kjarnorkusamningnum, sem ekki standa að refsiaðgrerðum Bandaríkjamanna, til að beita sér í málinu, en engu að síður eykst nú spennan á þessu svæði. 


mbl.is Brugðist verði við af hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband