Því svæsnari árásir, þeim mun meiri rökþrot.

"Fatlaður unglingur" eru ummæli um Gretu Thunberg, sem lenda svona í miðju þeirra ummæla sem óvildarmenn hennar velja henni. Mörg eru miklu verri og lýsa meira þeim sem láta þau um mun fara, því að í flestum þeirra speglast sterkir fordómar sem hitta því þá sjálfa fyrir sem nota þau. 

Og þegar íslenskir pistlahöfundar afgreiða Gretu útaf borðinu með því að nota orðin "fatlaðan ungling" skín fordómafull sýn í gegn. 

Greta hefur meðal annars tekið þeim með því að segja, að þeim mun meira af slíkum ummælum sem andstæðingar hennar nota, því betri merki séu þau um rökþrot. 

Slíku hefur verið lýst á íslensku með því að segja að það sé hjólað í manninn en ekki boltann. 


mbl.is Segja Gretu Thunberg „truflaðan Messías“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband