Þarf svolítið mikið til að herstöð rísi aftur. Minnir samt á Keflavíkursamninginn.

Albert Jónsson lýsti þvi nokkuð vel fhve mikill munur væri á þeirri styrkingu innviða og endurbótum á aðstöðu NATO og því að koma aftur á fót svipaðri herstöð og var þar til 2006. 

Að sumu leyti minnir þetta á muninn á Keflavíkursamningnum svonefnda 1947 og komu varnarliðsins 1951. 

Í þeim samningi voru að vísu Bandaríkjamenn með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli, en þeir voru ekki skilgreindir hermenn. 

Keflvíkursamningurinn fjallaði um afnot Bandaríkjamanna og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli vegna skuldbindinga þeirra í Evrópu og varð til þess að Nýsköpunarstjórnin svonefnda sprakk, en sú stjórn var mynduð af svipuðum stjórnmálaöflum og ríkisstjórnin núna, og voru "kommúnistar", Sósíalistaflokkurinn, aðilar að stjórninni. 

Spurningin er sú núna, hve langt Bandaríkjamenn ætla að ganga nú í að efla hernaðarlega stöðu sína, og hvort það muni valda titringi í stjórnarsamstarfinu.  


mbl.is Ætlar að ræða herstöð við Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnson tók þetta létt.

Lyndon B. Johnson var varaforseti Bandaríkjanna þegar hann stansaði stutt á Íslandi og leið yfir hafið. Hann tók þetta létt, enda voru Kennedybræður það fyrirferðarmiklir í framkvæmd stjórnarstefnunnar að Johnson fannst hann stundum verða útundan. 

Johnson tók öryggisgæsluna ekki mjög alvarlega í Reykjavík, og steig upp á steinvegg við Stjórnarráðshúsið til að halda stutta tækifærisræðu, örygggisvörðunum til nokkurrar hrellingar. 

Aðeins fá misseri liðu þangað til Johnson var kominn í forsetastólinn í kjölfar morðsins á Kennedy, sem breytti miklu um öryggisgæsluna fyrir forsetaembættið. 


mbl.is Stoppar í sjö tíma á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband