Erlendum gagnrýnanda var ráðlagt 2008 að fara í endurmenntun.

Það hefur löngum verið gripið til þess ráðs til að þagga niður í gagnrýnendum á sviði efnahagsmála að tala niður til þeirra til að gera lítið úr gagnrýnininni. 

Fyrir bankahrunið íslenska haustið 2008 höfðu margar aðvörunarraddir innan lands og utan komið fram varðandi það að það stefndi í óefni í íslenskum efnahagsmálum. 

Viðbrögðin við þessu voru á eina lund hjá íslensku ráðamönnum varðandi það að gera lítið úr þessum ábendingum.  

Auðveldast var að segja, að þær væru byggðar á öfund útlendinga í garð Íslendinga, en líka var reynt að gera lítið úr þeim, sem báru þessar aðfinnslur fram. 

Þótt gríðarlegt gengisfall krónunnar veturinn 2007 til 2008 blasti við, var sagt við gagnrýnendur á Alþingi: "Sjáið þið ekki veisluna?"

Og einn ráðherranna ráðlagði þekktum erlendum gagnrýnanda að fara í endurmenntun. 

Þótt nú blasi við öllum sú staðreynd, að olían, helsta auðlindin, sem knýr áfram neyslukapphlaup jarðarbúa auk fleiri auðlinda, mun fara þverrandi á þessari öld, og það þurfi engan sérfræðing til þess að sjá hvernig stefnt er að feigðarósi varðandi rányrkju á auðlindum jarðar og hratt vaxandi koldíoxíði í lofthjúpi og súrnun sjávar, er það þrautaráð fjármálaráðherra Bandaríkjanna að gera lítið úr Gretu Thunberg með því að núa henni fáfræði um nasir og ráðleggja henni að læra meira. 

Er það gamalkunnug hlið á þeirri aðferð í rökræðum að hjóla í manninn en ekki málið.  


mbl.is Sagði Thunberg að læra hagfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spárnar rættust fullkomlega við Langjökul og voru engar "ýkjur".

Á sínum tíma var farið rækilega yfir það hér á bloggsíðunni, hvernig spár um vind og úrkomu rættust fullkomlega upp á klukkustund daginn, sem "hópur í vélsleðaferð varð veðurtepptur" við rætur Landjöklus eins og rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland kýs að orða það nú svo mildilega. 

Og nú orðar hann álit sitt á spánum þannig, að "gul viðvörun hafi verið ýkjur." 

Það er nefnilega það. Átján klukkustunda hrakningaferð þar sem björgunarsveitarfólk lýsti einstaklega erfiðum björgunaraðstæðum með orðum eins og "kolblint", skyggni 4-5 metrar, o. s. frv. voru þá "ýkjur"?  Mátti þakka fyrir að enginn hlaut kalsár ofan á það að vera við dyr örmögnunar. 

Þegar farið er grannt yfir það, hverju var spáð þennan dag, með því að skoða annars vegar veðurspána og hins vegar veðrið á veðurstððvunum á umræddu svæði, sést hið sanna greinilega, að það skall á foráttuveður með afleiðingum, sem sýndu, að gul viðvörun og spárnar að baki henni voru engar "ýkjur" eða smámunir, eins og hundruð vitna og myndir geta borið um. 

 


mbl.is Ýkjur um gula viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband