"Drepast hvort eð er" umræðan er lífseig.

Strax í upphafi COVID-19 faraldursins og markvissra sóttvarnaaðgerða við henni, varð það hluti af umræðunni, að það væri engin ástæða til þess að vera að eltast sérstaklega við hana frekar en önnur mannamein; þetta væri bara venjuleg flensa og slík veikindi og dauðsföll vegna þeirra væru eðlileg aðferð náttúrunnar til að "vinsa úr og grisja" stofninn, þ. e. stofninn homo sapiens. 

"Árlega deyr hvort eð er ákveðinn hluti stofnsins" ritað og rætt, og það ætti að skipta sér sem minnst af því. 

Heldur dró úr þessum röddum þegar þjóð okkar tókst með samstilltu átaki að það góðum árangri í sóttvörnum, að hægt var að opna fyrir hluta af árlegum ferðamannastraumi á landinu. 

Hins vegar kom í ljós, þegar slakað var á aðgerðum, að það opnaði leið fyrir nýja bylgju, sem hefur farið vaxandi síðan. 

Þegar brugðist var við henni fóru aftur að heyrast gamalkunnar raddir um að leyfa gefa veirunni lausan tauminn og leyfa "eðlilega grisjun" meðal fólks, sem "hvort eð er myndi drepast". 

Það sem er varhugavert við svona málflutning er það, að rökin fyrir "hvort eð er að drepast" aðferðinni við mat á sjúklingum,  mætti allt eins nota gagnvart fleiri sjúkdómum en COVID-19 og beita aðferðinni sem hluti ítalskra lækna starfaði við á tímabili, að fara um á meðal sjúklinga og komast að því hvort þeir væru 60 ára eða eldri og með undirliggjandi sjúkdóma og velja á þeim grundvelli þá úr, sem ættu það helst skilið að deyja drottni sínum og gerðu það á sem hagfelldastan hátt fyrir þjóðarhag.  

Er það slíkt heilbrigðiskerfi sem við eigum að taka upp?

 


mbl.is „Sendir aftur heim til að deyja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í manninn en ekki boltann í leðjuslag.

Það er stundum talað um að hjóla í manninn en ekki boltann þegar leikmaður í boltaíþrótt gerir það að aðalatriði í leik sínum að ráðast beint af afli á skæðan mótherja og brjóta á honum í stað þess að einbeita sér að leiknum með boltann. 

Í deilu Brynjars Níelssonar alþingismanns um stefnuna í farsóttarmálum við Ragnar Frey Yngarsson umsjónarlækni freistast Brynjar til þess að gera matseldaráhuga Ragnars Freys að aðalatriði málsins með niðrandi tali um hann til þess að gera sem minnst úr honum í stað þess í stað þess að ræða þær staðreyndir COVID-19 sóttvarnaraðgerðanna, sem skipta máli. 

Með þessu tekst Brynjari að lokka Ragnar Frey til þess að svara fyrir sig um "grilllækninn" með þeim afleiðingum að umræðu þeirra tveggja og annarra er málið komið niður á þetta leðjuslagsplan og menn hjóla sitt á hvað í manninn en ekki boltann. 

Hér um árið fann Davíð Oddsson hið snjalla orð "smjörklípuaðferð" um það fyrirbrigði að algerlega óskylt mál sé gert að aðalatriði í málum.  

 


mbl.is Staðreyndirnar óumdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagatæknilega jafngild skipan og við breytingarnar 1959 og 1995.

Þegar stjórnlagaþing var kosið 2010, kærðu tveir frambjóðendur framkvæmd kosninganna og Hæstiréttur felldi úrskurð þeim í hag vegna mun smærri vankanta en til dæmis stjórnlagadómstóll Þýskalands hafði afgreitt í hliðstæðu máli á þann hátt að úrslitin skyldu standa ásamt fyrirmæli um lagfæringu í næstu kosningum í stað þess að ógilda framkvæmdina. 

Á lýðveldistímanum hefur Alþingi skipað nokkrar stjórnarskrárnefndir til að endurskoða stjórnarskrána, en það eina, sem náði fram að ganga voru frumvörp um breytingar á kjördæmaskipan 1959, sérstakt mannréttindaákvæði 1995 og breyting á kjördæmaskipan 1999. 

Stjórnlagaráð var skipað af Alþíngi á nákvæmlega sama lögformlega hátt og allar stjórnarskrárnefndirnar á lýðveldistímanum og ljóst er, að kærendurnir 2010 hefði kært skipan, stjórnlagaráðs ef hún hefði verið ólögleg. 

Síbyljutali um "hið ólöglega stjórnlagaráð" er ætlað að láta stanslausa endurtekningu í þá veru verða að sannleika. 

Ef "hið ólöglega stjórnlagaráð" væri staðreynd er það sérkennilegt að Feneyjanefndin, sem nú hefur verið fengin í annað sinn til að skoða málið auk þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, hefur ekkert við skipan stjórnlagaráðs að athuga.   

 


mbl.is Styðja listgjörning, ekki undirskriftasöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband