Messistælar hjá Gylfa.

Það var tær snilld að sjá hvernig Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mörk Íslands í dag. 

Virtist engu skipta hve margir mótherjar voru fyrir innan hann í teignum, hvert skref og hver hreyfing var hárnákvæmt framkvæmd og boltinn fór í gegnum glufuna, sem þessi meistari gat galdrað fram og auðvitað í bláhornið þeim megin sem markvörðurinn átti síður von á. 

Sjálfur Messi hefði ekki getað gert þetta betur. 

Síðar í leiknum fékk sóknarmaður Íslands hárnákvæma sendingu inn fyrir en stóð ekki alveg nógu rétt í skrefinu þegar hann spyrnti í boltann. 

Þetta minnti á sigurleikinn sæla við Austur-Þjóðverja 1975 þegar Ásgeir Sigurvinsson fékk langa sendingu fram og brunaði beint að boltanum og spyrnti honum hárnákvæmt í skrefinu, en síðar í leiknum fékk Elmar Geirsson sams konar sendingu og stóð ekki rétt í skrefinu og missti af færinu. 

Þegar atrenna Ásgeirs var skoðuð, skref fyrir skref, sást að ca tíu síðustu skrefunum fyrir spyrnuna, hafði hann eitt skrefið aðeins styttra, þannig að atrennan passaði upp á tommu. 

Það væri gaman að greina hinar hárnákvæmu hreyfingar og skref Gylfa á svipaðan hátt og það, hvernig það var engu líkara en að hann laðaði það fram hjá mótherjunum að það opnaðist leið fyrir boltann á réttu augnabliki. 


mbl.is Tvö mörk frá Gylfa og Ísland í úrslitaleik í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnalegri umræður og þurfti lítið til.

Eftir lágkúrulegustu umræður í sögu sjónvarpskappræðna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, þurfti ekki mikið til "að lyfta þessu á örlítið hærra plan" í nótt hjá Pence og Harris. 

Fyrr á tíð hafa nýliðar í umræðunum stundum gert mistök, og eru mistök Dan Qualye 1988 frægust. 

Þau komu þó ekki í veg fyrir að hann næði kjöri sem varaforseti í skjóli George Bush eldri, en Qualye bar þó aldrei sitt barr eftir það hvað forsetaframboð varðaði. 

Harris kom það vel út núna, að demokratar geta talist nokkuð vel settir, þótt eitthvað hendi Joe Biden vegna aldurs hans. 

 


mbl.is Fluga stal senunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband