Umhverfismálin skipta margar milljónir ófæddra Íslendinga máli.

Unga skólafólkið, sem hefur látið sig umhverfismálin skipta milljónum saman um allan heim, er að tala fyrir málstað sem kalla mætti "jafnrétti kynslóðanna." 

Það snýst um að núlifandi jarðarbúar hrifsi ekki til sín auðlindir, bruðli þeim og eyði og skekki svo loftslag, lífríki og náttúruverðmæti, að margfalt fleiri ófæddir jarðarbúar eigi eftir að líða fyrir það. 

Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra valda í meginatriðum sömu vandræðum fyrir óbornar kynslóðir og rányrkja á óendurnýjanlegum orkugjöfum og auðlindum. 

Hvað Ísland varðar, er um það að ræða, að rúmlega 200 þúsund fullorðnir Íslendingar taki í græðgi sinni ráðin af þeim mörgu milljónum, sem eiga væntanlega eftir að lifa í landinu.  


mbl.is Helmingur telur fréttir af alvarleika hlýnunar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband