Jarðarbúar eru orðnir góðu vanir.

Þegar dánartölur verstu drepsótta síðustu aldar hjá hinum þróuðu þjóðum heims eru skoðaðar, virðist dánartíðnin af völdum COVID-19 veirunnar aðeins vera brot af því, sem til dæmis gerðist í spænsku veikinni, en í þeirri drepsótt létust fleiri en á vígvöllum Fyrri heimsstyrjaldarinnar. 

COVID-19 veldur hins vegar jafn miklum usla og raun ber vitni, vegna þess að læknavísindi nútímans hafa náð svo miklum árangri í baráttunni við farsóttir eins og flensu, að fólk er orðið vant því öryggi og áhyggjuleysi, sem heilbrigðiskerfið færir því.  

Þar að auki felst samfelldur og mikill vöxtur ferðaþjónustu og viðskipta um allan heim í því að ekkert sé að óttast á þessu sviði.  

Þegar það virðist ætla að breytast, þarf aðeins tiltölulega litla vá á fyrri tíma mælikvarða til að setja allt úr skorðum og valda samdrætti í efnahagslífi hins samannjörvaða hagkerfis samskipta og verslunar. 

Kannski eru jarðarbúar orðnir of góðu vanir. 

Það segir sína sögu að 53 smitaðir í San Fransisco kalla fram neyðarástand, en miðað við mannfjölda San Fransisco og Reykjavíkur, samsvarar sú tala um það bil einum smituðum manni á höfuðborgarsvæði Reykjavíkur. 

Kannski eru jarðarbúar orðnir of góðu vanir. 


mbl.is Lýsa yfir neyðarástandi í San Francisco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskastríðssafn Íslands? (Cod War museum)?

Minjasöfn veraldar eru býsna fjölbreytt, og það á líka við stríðsminjasöfn, því að fjölbreytni vopna og vopnaviðskipta er frá afar mismunandi tímum, löndum og höfum. Victory_Portsmouth_um_1900

Bretar varðveita dyggilega herskipið Victory, sem tákn um sigur Breta yfir Spánverjum í orrustunni við Trafalgar 1805, þar sem Nelson, flotaforingi féll á sigurstundu.  

Þetta seglskip segir sína sögu um framfarir í gerð herskipa á síðustu tímum. 

Þorskastríð Íslendinga urðu þrjú, en voru þó í raun sama stríðið með tveimur hléum. 

Þótt annar aðili stríðsins hefði yfir hlálega litlum varðskipum að ráða allan tímann, var það aldrei eins áberandi og í byrjun, þegar María Júlia og Albert, nánast smábátar í samanburði við vígdreka Breta, voru notuð. 

Varðskipið Óðinn er hliðstæða Victory hjá okkur hvað varðveislu snertir, en er þó aðeins hluti af hinni einstæðu sögu Þorskastríðanna, þar sem Davíð og Golíat áttust við á svo magnaðan hátt, að hernaðarsagan á fáar hliðstæður um slíkt. 

Árið 2026 verða 50 ár liðin frá lokum þriðja Þorskastríðsins. María Júlía

Það gæti verið ágætt tilefni til að athuga, hvort ekki væri hægt að koma á fót nokkurs konar Þorskastríðssafni Íslands þar sem á einum stað eða svæði væru varðveitt helstu gögn um þessi einu stríð, sem Íslendingar hafi háð, þar á meðal María Júlía og eftirlíkingar af öðrum skipum og vopnum, sem Landhelgisgæslan notaði, svo sem skuttogararnir og togvíraklippurnar. 


mbl.is Hætta á að gamla varðskipið sökkvi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband