Danirnir að bjóða "vitlausan" XC40 tengiltvinnbíl?

"Ljóminn á skilið það lof, sem hann fær" var sungið í þekktri auglýsingu, og víst er Volvo XC40 í ýmsum útfærslum er vel heppnaður bíll. Volvo XC40 Twin engine og Recharge

Síðuhafi var einn af þeim, sem eftir að hafa fengið í hendur árlegan bækling helsta danska bílablaðsins í hendur, hlakkaði til að sjá tvær útgáfur XC hér á landi, tengiltvinnbílinn XC Twin Engine og hreina rafbílinn XC Recharge. 

Á meðfylgjandi myndum af viðkomandi blaðsíðu í Bilrevyen  er tengiltvinnbíllinn blár, en rafbíllinn hvítur. 

Síðan kom auglýsingin frá Brimborg um kynningu og sýningu á Volvo XC Recharge, sem væri tengiltvinnbíll.XC Twin Engine

En þá vandaðist málið, því að í Bilrevy bæklingnum, heitir tengiltvinnbíllinn skýrt og skorinort Volvo XC40 Twin engine, en hins vegar hreini XC40 rafbíllinn Volvo XC40 Recharge.

Og í blaðinu sést skýrum stöfum að bensínvélin í tengiltvinnbílnum sé aðalhreyfillinn, en í að í Recharge væru tveir rafhreyflar eingöngu. 

Óg í mun ítarlegra yfirliti um helstu tölur er munurinn enn skýrari.  

Í símtali við sölumann Brimborgar eftir sýninguna fengust þau svör að hreini rafbíllinn kæmi ekki á markað fyrr en eftir næstu áramót. Volvo XC40 Recharge

Sé það rétt hefur hið gamalgróna danska bílablað gert einhver verstu mistök í ársútgáfu sinni í marga áratugi. 

Eru Danirnir að bjóða "vitlausan" XC tengiltvinnbíl? 

Í dag er ástandið óbreytt, fimm dögum eftir sýninguna, og í frétt sagt frá "frumsýningu Volvo XC40 Recharge tengiltvinnbílsins." 

Svo virðist ekki vera þegar farið er inn á netið til skoðunar.  Þar er það bara hreini rafbíllinn, sem er aðeins með rafhreyfil, sem heitir skýrum stöfum "Volvo XC40 Recharge."


mbl.is Sýndu Volvo XC40 mikinn áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það "Geirmundarlag", sem náði lengst, en var þó ekki eftir Geirmund?

Geirmundur Valtýsson hafði mikil áhrif á íslenska dægurtónlist, sem svo er stundum kölluð. 

Til varð hugtakið "skagfirska sveiflan", sem var að vísu afar skyld svipaðri skandinaviskri tónlist þar sem Sven Ingvars var einn helsti brautryðjandinn á sjöunda áratugnum. 

Við hlustun á útvarpsrásir með léttri tónlist á ferðalögum um Noreg hér um árið heyrðist vel skyldleiki á milli margra léttra laga tónlistarmanna norrænu frændþjóðanna. 

Segja má að hápunkti hafi norræna sveiflan náð með sigurlagi Bobbysocks "La´det svinge" í Eurovision. 

Hugsanlegt er að lagið "Eitt lag enn" hefði getað náð alla leið ef það hefði verið sungið á ensku. Raunar hafði Björgvin Halldórsson sungið annað lag með þessu nafni hér heima, erlent lag með íslenskum texta, löngu fyrr, en það er önnur saga. 

Lagið, sem Sigga og Grétar skiluðu svona langt,  var eftir Hörð Ólafsson, sem spilaði í hljómsveit Geirmundar á þeim tíma þegar Geimundur kom fram með hvern sveiflusmellinn á fætur öðrum, sem náðu langt í undankeppninni hér heima, en vantaði bara herslumun að verða sent til útlanda í lokakeppni. 

Lagið eftir Hörð er undir það miklum áhrifum af hinni skagfirsku sveiflu Geirmundar, að það má gantast með þá spurningu, hvort það sé það "Geirmundarlag" sem hafi náð lengst, án þess að vera eftir Geirmund. 


mbl.is RÚV myndi spara á því að senda Ívu í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband