Hressandi að sjá einhvern ungan á elliheimilinu.

"Suddenly it´s 1960!" var slagorðið, sem Chrysler bílaverksmiðjurnar notuðu þegar þær kynntu 1957 árgerðir bíla sinna. Með þessum djörfu og frísklegu línum og litum, sem einkenndu þessa bíla stungu þeir rækilega í stúf við flesta keppinautana. 

Og 1960 var kjörinn yngsti maðurinn, sem sest hefur á forsetastól. Pete Buttegieg er fjórum árum yngri nú en John F. Kennedy var 1960. 

Síðustu misseri hefur alveg skort einhvern frambærilegan frambjóðanda í Bandaíkjunum hjá báðum flokkunum, sem væri á öðrum aldri en sjötugs eða áttræðisaldri. 

Þótt Hillary Clinton fengi fleiri atkvæði en Trump og væri kona, hafði hún á sér blæ kerfisins og stöðnunar þess.

Barack Obama var miklu yngri en hinn 72ja ára gamli John McCaine, sem atti kappi á móti honum 2008 og bankahrun og kreppa á vakt Deomkrata hjálpaði Obama. 

Árið 2020 er runnið upp rétt eins og 1960 rann upp fyrir sextíu árum. Hvað gerist nú?

'

 

 


Dapur hvalur og hundraða milljón króna viðgerð.

Þegar háhyrningurinn Keikó, áður Willy, var heimsóttur þar sem hann lá við bryggju í byggðinni Halsa vestur af Þrándheimi eftir að hafa synt þangað frá Vestmannaeyjum, var hörmung að sjá hann. 

Allur þróttur var farinn úr honum þar sem hann lá þarna í einsemd sinni eftir einstæða heimsreisu. 

Enda átti hann skammt eftir ólifað og rótaði sér ekki þrátt fyrir nálægð kvikmyndatökuvélarinnar. 

Rándýr flutningur hans til Vestmannaeyja í risaþotu Bandaríkjahers í nafni herferðar með heitinu Save Willy! var mjög umdeildur vegna hins mikla kostnaðar sem fylgdi slíku verkefni.

En þó situr ákveðinn árangur eftir. Heimsþekkt kvikmynd og enn þekktara lag Michael Jackson auk dramatísks lífs þessa merka dýrs. 

Þegar Boeing 17 Globemaster risaþotunni með hvalnum var lent í Vestmannaeyjum virtist einhver ofmetnaður hlaupa í flugstjórann, því að hann vildi ekki lenda á þeirri braut vallarins, sem vindurinn stóð betur á, heldur á hinni, þar sem vindurinn stóð þvert á ofan af Sæfellinu, nokkuð sem vanir heimaflugmenn hefði ekki vogað sér að gera nema að lenda innar á brautinni. 

Fyrir bragðið hlunkaðist þess stóra vél svo harkalega niður á brautina að hún stórskemmdist.  

Í yfirliti yfir feril véla af þessari gerð er þessa atviks getið sem eins af meiri háttar óhöppum í notkun þessarar frábæru flutningaþotu. 

Varð viðgerðin á henni gríðarlega dýr.  

Helsti "árangur" Keikóverkefnisins var þó sá, að hún sýndi líklega vel að svona aðgerðir væru byggðar á misskilningi varðandi aðstæður hvala og fleiri dýrategunda. 

Nú eru hafnar deilur um meintan greftrunarstað Keikós í hinni norsku Hálsasveit, og kunna einhverjir að segja, að fyrir löngu sé nóg komið. 


mbl.is Telja gröf Keikós blekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband