Bolti eða ekki bolti. Eitthvað var samt að.

Það getur hugsanlega hvort tveggja verið rétt að það hafi vantað bolta í lendingarbúnað vélarinnar eða að það hafi ekki vantað bolta. 

Eðlilega er farið varlega í að gefa út yfirlýsingar í mikilvægri og nákvæmri rannsókn og varast að svara öllum spurningum fyrr en við endanleg lok rannsóknarinnar. 

Ein spurningin kann að varða millistigið á milli þess að ekki hafi vantað bolta og að það hafi vantað bolta, sem sé þá, hvort frágangurinn á boltanum hafi verið alveg samkvæmt bókinni og að smám saman hafi komið átak á lendingarbúnaðinn sem að lokum þoldi ekki mikið álag á hann, sem gat verið í jafn miklum vindi og var við lendingu, en hefði undir venjulegum kringumstæðum og öllu í lagi ekki átt að enda með því að búnaðurinn brotnaði undan. 

Það, sem kannn að líta út sem smáatriði getur orðið stórt, samanber prófspurninguna gömlu á meirprófi bílstjórna: "Hvað er að, þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi." 

Rétta svarið var: "Þá er litla gatið á bensínlokinu stíflað." 

Ef tankurinn það er alltaf mikið bensín á tanknum, er allt í lagi, en ef ekið er það lengi án áfyllingar, að hann fari langt í að tæmast, getur undirþrýstinguinn inn í honum orðið ofviða fyrir bensíndæluna við dælingu bensíns úr tanknum inn á vélina. 

Í hugann kemur dæmi úr bilun eftir að nýbúið var að skipta um drifbúnað á rallbíl í framhaldi af því að vélin var "tjúnuð upp." 

Þá átti að festa svinghjólið við kúplinguna þannig, að herða alla boltana vel en líma þá jafnframt. 

Vegna þess að þeir, sem önnuðust þetta höfðu aldrei séð áður að þessa límingu þyrfti, slepptu þeir henni. 

En eftir ákveðinn tíma losnuðu boltarnir og allt losnaði í sundur. 

Ef hugsanlega var eitthvað hliðstætt, sem gleymdist við festingarnar á hjólabúnaði Boeing 757 þotunnar, kann slíkt að vera lykillinn að lausn gátunnar um það, hvernig glænýr búnaður gat brostið við aðstæður, sem hann átti að þola. 

 


mbl.is Lendingarbúnaður flugvélarinnar var glænýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband