Ómetanleg aðgerð og kannski sú mikilvægasta: stórfjölgun öndunarvéla.

Fregnir af örvæntingarfullri baráttu heilbrigðisstarfsfólks á Spáni til að bjarga lífi alvarlega veikra sjúklinga af völdum COVED-19 veirunnar hafa verið hræðilegar. 

Þær styðja eindregið þá markvissu viðleitni íslenskra yfirvalda að reyna að lækka kúfinn á útbreiðslu veikinnar, svo að hún verði ekki eins mannskæð og hún gæti annars orðið. 

Þar geta meira en tvöfalt fleiri öndunarvélar en voru fyrir verið úrslitaatriði og mikilvægasta aðgerðin samhliða því að fyrir hendi sé nóg af fullnægjandi húsnæði, legurými og þjónustu fyrir þá sem veikastir verða. 


mbl.is Níu öndunarvélar bætast við í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst? Að HIV hafi eingöngu verið Afríkubúum að kenna?

Allar nýjar tegundir af farsóttum og drepsóttum hafa komið fyrst fram á einhverjum stað. Stundum koma dýr við sögu, svo sem rottur í svarta dauða og apar í eyðni. 

síðasta risastóra drepsóttin á undan COVED-19, sem varð milljónum fólks að fjörtjóni, var af völdum svonefnds HIV-smits, sem barst til Bandaríkjanna frá Afríku. 

Löngu eftir að vesturlandabúum hafði tekist að ná árangri í meðferð þessa vógests var dánartíðnin í Afríku enn mæld í hundruðum þúsunda fórnarlamba. 

Samt var því að sjálfsögðu ekki haldið fram að það væri Afríkubúum að kenna, að þessi drepsótt varð til, hvað þá að klína Afríkunafni á HIV smitið. 

En nú bregður svo við að forseti Bandaríkjanna hefur hafið eins konar herferð á hendur Kínverjum vegna COVID-19 vegna þess að veirunnar varð fyrst vart í Kína. 

Hann klínir nafni Kína á veiruna og sjúkdóminn og fullyrðir, að það sé Kínverjum einum að kenna að hann varð til. Hugsanlega munu fleiri fylgja í fótspor hans og það má spyrja:  Hvað næst?

Að kalla eyðni Afríkuveikina og að sá sjúkdómur hafi eingöngu verið Afríkubúum að kenna? 


mbl.is Ekki nútímahetjur heldur fávitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband