Bóluefni eða ekki bóluefni?

Skæðar sóttir fyrri tíma eins og mænuveiki voru kveðnar í kútinn með því að finna upp bóluefni. 

Meðan ekki finnst nothæft bóluefni við COVID-19 veirunni er hætt við því að minnkun kreppunnar af faraldri hennar muni dragast á langinn og verða jafnframt að viðvarandi dragbít í efnahagslífi jarðarbúa. 

Sjá má því haldið fram að COVID-19 sé bara enn eitt afbrigði af inflúensu, sem leggi hvort eð er tugþúsundir að velli árlega. 

En þetta er ekki svona einfalt, því að það er ekkert gefið, að þeir, sem nú látast vegna COVID-19 myndu hvort eð er látast úr flensu. 

Það er vegna þess að COVID-19 er alveg ný tegund veiru og því viðbót við aðra sjúkdóma, sem munu halda áfram að taka sinn toll. 

Þar með falla líka um sjálft sig þau rök, að ekkert þurfi að gera til að andæfa sjúkdómnum. 

Verði sú fyrirsjáanlega viðbótarbylgja við lífshættuleg veikindi að veruleika, sem óheft útbreiðsla COVID-19 faraldurins myndi valda, ræður heilbrigðiskerfið ekki við þá fordæmalausu fjölgun ótímabærra dauðsfalla sem af slíkri flóðbylgju veikinda myndi fylgja. 

Nú mæna augu allra á þá vísindamenn, sem kynnu að þróa bóluefni við veirunni, því að það myndi gerbreyta heildarmyndinni og gera ástandið skárra þegar til lengri tíma er litið. 

 


mbl.is Afbókanir allt að 6 mánuði fram í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekktu óvininn.

Eitt elsta heillaráð í hernaði: Þekktu óvininn. Á því hefur starf íslenska COVID-19 hersins byggst, þar sem Færeyingar og Íslendingar höfðu afgerandi forystu. 

Í gær kenndi Trump Obama um ömurlega frammistöðu Bandaríkjamanna að minnst kosti fram yfir 20. mars, og má spyrja hve mörg kjörtímabil þurfi að sitja í embætti forseta upp á slík býti, að það sem miður fer sé að kenna forseta, sem hætti störfum fyrir fjórum árum. 

Hvað um það, Trump bætti því við í gær, að nú hefðu Bandaríkjamenn brunað á örfáum dögum fram úr öllum þjóðum í sýnatöku, og er hægt að fagna því ef satt er. 

Svo að aftur sé vikið að þekkingu á óvininum, þarf líka að kunna skil á smitleiðunum í daglegu lífi og því, hvar veiran getur lifað og leynst. 

Aðalatriðið er að enginn smitaður hafi hóstað eða úðað smitúða yfir viðkomandi hlut, svo sem hurðarhúna eða lyftuhnappa, skömmu áður en slíkur hlutur er snertur með hendi og hendin kemst á eftir í snertingu við munn, nef eða augu.  

 


mbl.is Getur veiran borist með umbúðum matvæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband