Af hverju ekki að leggja "sterku vísbendingarnar" á borðið?

Forseti Bandaríkjanna, sem eru í leiðtogahlutverki meðal þjóða heims í baráttunni við COVID-19 að hans sögn, hefur fullyrt oftar en einu sinni að hann hafi séð gögn þess efnis að veiran hafi verið framleidd á tilraunastofu í Kína.  Utanríkisráðherra hans tekur undir þetta og segir að til séu "sterkar vísbendingar" um þetta. 

Það er orðið tímabært að fá að vita hverjar þessar sannanir og vísbendingar séu, og raunar sagði Trump í upphafi umræðunnar að hann teldi rétt að gera ítarlega rannsókn á þessu og einnig að til greina kæmi að refsa Kínverjum fyrir þetta. 

Í gær bárust þær fréttir að forsetinn hefði blásið rannsóknarnefnd af þessu tagi af. 

Sé svo að gögn hans og Pompei séu svo pottþétt, að ekki þurfi að rannsaka þau, hlýtur næsta skref hans að vera að leggja þau fram. 

Og í framhaldinu að "taka Kína á og refsa" þeim vísindamönnum, meðal annars íslenskum, sem segja að rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, sem segja að rannsóknir á erfðaefni veirunnar sýni að hún sé ekki manngerð, "heldur hafi orðið til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum." 

Sjá nánar tengda frétt á mbl.is. 


mbl.is Erfðaefni veirunnar sýna að hún er ekki manngerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundareglur Trumps eru skýrar að hans sögn.

Á blaðamannafundi Trumps um daginn spurði einn blaðamaðurinn hann spurningar, sem Trump vildi ekki svara, af því að það sem spurt væri um, innihéldu í raun tvær spurningar, og að það væri regla, sem ríktu á þessum fundum, að aðeins mætti spyrja einnar spurningar í einu. 

Blaðamaðurinn var ekki sammála þessari skilgreiningu Trumps og sagðist aðeins hafa borið upp eina spurningu.

Trump sagði á móti að blaðamaðurinn hefði fyrirgert rétti sínum til að spyrja á fundinum.

Og bætti við annarri reglu, sem gilti á þessum fundum; að þegar svona stæði á, ætti viðkomandi blaðamaður um tvennt að velja; að fara af fundinum, eða þá að forsetinn færi. 

"Nú hefur þú valdið til þess að eyðileggja fundinn; ef þú þagnar ekki fer ég. Og þú átt valið." 

Blaðamaðurinn nýtti sér þetta vald með því að draga sig í hlé í staðinn fyrir að eyðileggja fundinn fyrir öllum. 

 

 


mbl.is Munnhjóst við blaðamann og sleit fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband